Ilse Jacobsen er á leið til Íslands

Ilse Jacobsen er á leið til landsins vegna nýrrar spa-og …
Ilse Jacobsen er á leið til landsins vegna nýrrar spa-og fegrunarlínu sem kom á markað frá henni 2014.

Danski fatahönnuðurinn Ilse Jacobsen er á leið til Íslands og verður stödd í samnefndri verslun Ilse Jacobsen á Garðatorgi á föstudaginn vegna nýrrar spa- og fegrunarlínu sem hún setti á markað 2014. Línan krækti sér í dönsku bjútíverðlaunin, Danish Beauty Awards 2014, sem snyrtivörumerki ársins.

Fatahönnuðurinn Ilse Jacobsen hóf feril sinn á því að selja gúmmístígvél en svo bættist við regnfatalína og loks fata- og fylgihlutalína. Íslenskar konur þekkja nafn Ilse Jacobsen en slík verslun hefur verið starfrækt á Garðatorgi í um áratug en í fyrra opnaði Ilse Jacobsen aðra verslun hérlendis við Laugaveg.

Það sem gerir spa- og fegrunarlínuna hennar Ilse góða er að hún er vítamínrík og inniheldur til dæmis mikið magn af C-vítamíni, lárperum, grænu tei og echinacea. Ilse telur afar mikilvægt að línan höfði til skilningarvitanna. Á sama tíma leggur hún áherslu á að hún næri og verji andlit og líkama. Markmið hennar með snyrtilínunni er að upplifun viðskiptavinarins ýti undir andlega vellíðan og heilbrigði á sál og líkama. 

Í tilefni af komu Ilse Jacobsen til landsins verður slegið upp boði í versluninni sjálfri á Garðatorgi og verður hönnuðurinn að sjálfsögðu á staðnum.

Svona líta umbúðirnar út í Ilse by Ilse Jacobsen.
Svona líta umbúðirnar út í Ilse by Ilse Jacobsen.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál