Konur vilja jafnstór brjóst og Jordan

Stórum sílikonpúðum geta fylgt vandamál.
Stórum sílikonpúðum geta fylgt vandamál. AFP

Sílikonpúðum í brjóstum geta fylgt ýmis vandamál, til dæmis geta þeir rifnað og valdið heilsufarsvandamálum. Þessu fengu um 400.000 konur um allan heim að kynnast vegna PIP-púðanna umtöluðu þegar í ljós kom að þeir voru þrefalt líklegri til að rifna en aðrir púðar.

En það eru ekki bara gallaðir púðar sem rifna heldur virðist hvaða púðar sem er geta rifnað og því stærri sem þeir eru, því líklegri eru þeir til að rifna. Samkvæmt heimasíðu MailOnline hafa tilfelli þar sem tilkynnt er um sprungna sílikonpúða fimmfaldast á þremur árum. Á árunum 2012-2013 voru um 1500 tilfelli tilkynnt til breskra lýtalækna en aðeins 293 tilfelli á árunum 2009-2010. En af hverju hefur tilfellum fjölgað svona mikið?

Lýtalæknirinn Douglas McGeorge kennir „Jordan-heilkenninu“ um þessa miklu aukningu. Hann segir Jordan-heilkennið snúast um að konur vilja alltaf stærri og stærri brjóst, alveg eins og glamúrfyrirsætan Jordan, einnig þekkt sem Katie Price.

Stórir púðar líklegri til að rifna

„Því stærri sem brjóstin eru, því líklegra er að upp komi vandamál. Þyngdaraflið hefur áhrif á þessa stóru brjóstapúða. Alveg eins og plastpoki sem er fullur af vatni getur rifnað þegar hann er tekinn upp geta stórir brjóstapúðar líka rifnað,“ sagði McGeorge.

Eins og áður sagði er fyrirsætan Jordan talin hafa veitt mörgum konum innblástur hvað varðar brjóstastærð. Jordan fór í sína fyrstu brjóstastækkun þegar hún var 18 ára, hún fór úr stærð 32B í 32D. Síðan þá hefur hún farið í sex aðgerðir. Í sinni fjórðu aðgerð fór hún í stærð 32GG en ákvað seinna að minnka brjóstin niður í 32C, sú aðgerð misheppnaðist hrapallega því brjóst Price eru í stærð 32F.

Jordan (Katie Price) hefur farið í sex brjóstaaðgerðir.
Jordan (Katie Price) hefur farið í sex brjóstaaðgerðir. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál