Leyndarmál fremstu förðunarfræðinga heims

Möguleikarnir eru endalausir þegar kemur að förðun.
Möguleikarnir eru endalausir þegar kemur að förðun. AFP

Hérna koma nokkur skotheld en óvenjuleg ráð frá nokkrum fremstu förðunarfræðingum heims. Það má læra eitt og annað af þessum reynsluboltum sem sjá greinilega möguleika allt í kringum sig. Þessi og fleiri ráð má finna á heimasíðu Marie Claire.

„Þegar þú vilt að kinnaliturinn endist langt fram á kvöld prófaðu þá að setja blautan kinnalit á kinnarnar fyrst og svo púðurkinnalit ofan á,“ segir förðunarfræðingurinn Petra Strand.

„Nú þegar hrekkjavakan nálgast er tilvalið að kaupa sér gerviblóð. Gerviblóð virkar nefnilega vel sem kinnalitur. Það fer öllum húðlitum vel og lítur náttúrulega út,“ segir James Vincent.

„Blandaðu rakakremi út í farðann og fáðu þannig létta áferð,“ segir Caitlin Wooters.

„Til að fá þykkari áferð á fljótandi farðann þinn prófaðu þá að blanda smálausu púðri út í hann. Farðu samt varlega því farðinn gæti orðið kekkjóttur,“ segir Cecilia Muench, förðunarfræðingur Inglot.

„Leyndarmálið mitt er að setja smá kinnalit á gagnaugað og fyrir ofan augnlokið, þannig set ég punktinn yfir i-ið,“ segir Sasha Simple.

„Þegar ég var lítil fylgdist ég með mömmu minni þeyta eggjahvítu og bera hana á andlitið áður en hún farðaði sig fyrir stóra viðburði. Leyfðu eggjahvítunni að sitja á andlitinu í um tuttugu mínútur og skolaðu hana svo af með volgu vatni. Eggjahvítan sléttir húðina og gefur þér tímabundna andlitslyftingu,“ segir Niki Metz.

„Settu augnkremið inn í frysti í smástund áður en þú berð það á þig,“ segir Petra Strand.

„Til að maskarinn þinn endist betur settu þá nokkra dropa af saltupplausn út í túpuna og hrærðu vel í honum með maskaraburstanum,“ segir Kerry Cole.

„Settu örlítinn hyljara á varirnar áður en þú setur á þig varalitinn. Þetta verður til þess að varaliturinn verður litsterkari og skærari,“ segir Petra Strand.

„Prófað nýja varaliti á fingurgómnum frekar en á handabakinu. Fingurnir eru nær vörunum í lit og gefa því betri mynd af því hvernig varaliturinn mun líta út á vörunum,“ segir Kerry Cole.

„Berðu þykkt og gott krem á augabrúnirnar á þér áður en þú ferð að sofa á kvöldin. Þetta tryggir sterkar augabrúnir og aukinn hárvöxt,“ segir Terry de Gunzburg.

Samkvæmt förðunarfræðingnum Sasha Simple er kinnalitur ekki bara fyrir kinnarnar.
Samkvæmt förðunarfræðingnum Sasha Simple er kinnalitur ekki bara fyrir kinnarnar.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál