Eina leiðin er skurðaðgerð

Erfitt væri að skera þetta húðflúr burt.
Erfitt væri að skera þetta húðflúr burt.

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir svarar spurningum lesenda Smartlands Mörtu Maríu. Hér er hún spurð að því hvort hægt sé að losna við húðflúr á auðveldan hátt.

Sæl,

Ég hef heyrt það sé hægt að losna við tattú? Er það rétt? Hvernig er það gert og hvað tekur það langan tíma. Hvað kostar það? Er það hægt bæði með stórt og lítið. Og einnig tattú með lit?

Bestu, AH

Sæl og takk fyrir spurninguna.

Það er oftast mjög erfitt að losna við húðflúr. Það er engin auðveld leið til. Í örfáum tilvikum virkar leysimeðferð til að lýsa húðflúr upp en það hverfur sjaldnast. Til þess að fjarlægja húðflúr þarf yfirleitt að skera það í burtu! Það fer síðan alveg eftir staðsetningu og stærð þess hvort það er möguleiki. Stundum er hægt að skera það burtu í nokkrum skrefum á nokkrum mánuðum. Hver kostnaðurinn er þarf að meta í hverju tilviki fyrir sig.

Gangi þér vel og bestu kveðjur,

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir.

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Þórdísi spurningu HÉR.

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir.
Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir. mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál