Nældu þér í þykkar og eðlilegar augabrúnir

Leikkonan Lily Collins leyfir sínum þykku augabrúnum að njóta sín.
Leikkonan Lily Collins leyfir sínum þykku augabrúnum að njóta sín. AFP

Örmjóar og ofplokkaðar augabrúnir fengu fyrir löngu að víkja fyrir þykkum og náttúrulegum augabrúnum. Það fæðast ekki allir með þykkar og lögulegar augabrúnir en hérna koma nokkur ráð sem allir geta nýtt sér. Það er þess virði að prófa sig áfram því augabrúnir setja mikinn svip á heildarútlitið.

  1. Skoðaðu augabrúnirnar. Fyrsta skref er að greiða augabrúnirnar vandlega upp með þar til gerðri greiðu. Þegar þetta er gert er auðvelt að sjá hvernig augabrúnirnar eru í laginu og hvar þarf að snyrta þær.

  2. Notaðu réttu tólin. Fjárfestu í góðum skáskornum plokkara sem auðvelt er að beita. Plokkaðu öll óæskileg hár í burtu en varastu að taka of mikið. Við viljum hafa augabrúnirnar þykkar og eðlilegar, til þess er leikurinn gerður. Notaðu svo augabrúnalit eða augabrúnapenna til að móta og fylla upp í augabrúnirnar.

  3. Breyttu löguninni ... innan vissra marka. Það er lítið mál að móta augabrúnirnar upp á nýtt en þú verður samt að hafa í huga hvernig þínar augabrúnir eru í laginu frá náttúrunnar hendi. Ekki reyna að móta þær alveg upp á nýjan hátt, það verður óeðlilegt. Notaðu svo glært eða litað gel til að halda augabrúnunum á sínum stað. Litaða augnabrúnagelið frá Maybelline er til dæmis ódýrt og auðvelt í notkun.

  4. Settu punktinn yfir i-ið: Settu ljósan augnskugga á augabrúnabeinið, þetta gefur augabrúnunum lyftingu. Augnskugginn Shroom frá MAC er fullkominn í þetta.
Ef þú hefur réttu tólin við hendurnar eru auðvelt að …
Ef þú hefur réttu tólin við hendurnar eru auðvelt að framkalla þykkar og flottar augabrúnir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál