Bestu snyrtivörur ársins 2014

Nokkrar af vinsælustu snyrtivörum ársins.
Nokkrar af vinsælustu snyrtivörum ársins.

Árið er senn á enda og þá er gaman að líta til baka og sjá hvaða snyrtivörur náðu miklum vinsældum á árinu. Af mörgu er að taka en hérna kemur listi yfir þær sem stóðu upp úr hjá snyrtivöruunnendum. 

Clarisonic húðburstinn: Þennan þarf varla að kynna til leiks enda hefur hann gert allt tryllt síðan hann kom til landsins. Þessi húðbursti er það sem koma skal.

Rich Nourishing varasalvinn frá Bláa Lóninu: Húðvörurnar frá Bláa Lóninu er einstaklega góðar og vandaðar. Nýverið kom ný vara frá þeim á markað en það er Rich Nourishing varasalvi með með Blue Lagoon þörungum sem græðir, mýkir og verndar varirnar. Þessi er nauðsynlegur í snyrtibudduna.

Grandiose maskarinn frá Lancome:  Grandiose sló í gegn á þessu ári. Maskarinn þykir sérstaklega góður vegna þess að hann hefur einstakan bursta sem er auðveldur í notkun. Lancome kunna sko að gera maskara.

Beauty-blenderinn og Miracle Complexion svampurinn frá Real Techniques: Þetta nýja æði náði algjöru hámarki á þessu ári. Fólk virðist vera sérstaklega hrifið af því að nota svampa til að bera farða á sig þessa dagana. Það er kannski ekki skrítið því svampurinn gefur virkilega mjúka og slétta áferð.

Le Teint Encre De Peau farðinn frá YSL: Þessi endingagóði lúxusfarði náði miklum vinsældum á þessu ári. Förðunarfræðingar gefa honum toppeinkunn enda er hann vandaður og flottur.

Bronzing-vörurnar frá By Terry: Snyrtivöruunnendur glöddust þegar lúxusmerkið By Terry var loksins fáanlegt á Íslandi í Madison Ilmhúsi. Bronzing-vörurnar frá By Terry eru þá sérlega góðar og þeim er óhætt að mæla með. Þær gefa húðinni gylltan ljóma sem endist allan daginn.

Black Opium ilmurinn frá Yves Saint Laurent: Þessi ilmur er nýr á markaðinum en hann náði að skjótast upp á stjörnuhimininn á stuttum tíma. Ilmurinn er seiðandi og sætur og ilmvatnsglasið er ótrúlega svalt.

24 HOUR PHOTO FINISH SHADOW PRIMER: Smashbox snyrtivörumerkið er þekktast fyrir „primeranasína enda eiga þeir ótrúlegt úrval af þeim. Á þessu ári kom svo út nýr primer, sá er fyrir augun. Hann sér til þess að augnskugginn endist allan daginn og að litirnir njóti sín vel.

Anastasia Beverly Hills augnabrúnalitirnir: Þessar vörur hafa slegið í gegn erlendis og nú eru þær loksins fáanlegar hér á landi. Þessar vörur eru fyrir þær sem vilja öðlast fullkomnar augabrúnir í nokkrum auðveldum skrefum.

Candy Yum Yum og Heroine varalitirnir frá Mac: Þessir tveir gerðu allt vitlaust á árinu enda um einstaka liti að ræða.

Bioeffect 30 Day Treatment frá Sif Cosmetics: Húðdroparnir hafa algerlega slegið í gegn síðan þeir komu á markað. 2014 kom Bioeffect 30 Day Treatment á markað en það en droparnir eru bornir á andlitið tvisvar á dag í mánuð. Hafa rannsóknir sýnt að hrukkur minnka um 34% við notkun meðferðarinnar. Mælt er með því að húðmeðferðin sé svo notuð 1-4 sinnum á ári en það fer eftir ástandi húðarinnar.

Black Opium ilvatnið frá YSL er guðdómlegt.
Black Opium ilvatnið frá YSL er guðdómlegt.
EGF húðvörurnar eru farnar að slá í gegn á heimsvísu.
EGF húðvörurnar eru farnar að slá í gegn á heimsvísu.
By Terry vörurnar eru fyrir þá sem kunna gott að …
By Terry vörurnar eru fyrir þá sem kunna gott að meta.
Candy Yum Yum varaliturinn frá MAC náði auknum vinsældum á …
Candy Yum Yum varaliturinn frá MAC náði auknum vinsældum á þessu ári.
Clarisonic hreinsiburstinn er dýrkaður og dáður um allan heim.
Clarisonic hreinsiburstinn er dýrkaður og dáður um allan heim.
Grandiose maskarinn frá Lancome er öðruvísi.
Grandiose maskarinn frá Lancome er öðruvísi.
Miracle Complexion svampurinn frá Real Techniques gefur húðinni silkimjúka áferð.
Miracle Complexion svampurinn frá Real Techniques gefur húðinni silkimjúka áferð.
Bioeffect 30 Day Treatment hafa algerlega slegið í gegn.
Bioeffect 30 Day Treatment hafa algerlega slegið í gegn.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál