Sundfatasýningin lögð niður í Ungfrú heimi

Rolene Strauss er seinasti sigurvegri fegurðarkeppninnar Ungfrú heimur til að …
Rolene Strauss er seinasti sigurvegri fegurðarkeppninnar Ungfrú heimur til að keppa í sundfötum. AFP

Fegurðarsamkeppnir hafa verið umdeildar lengi vel en samt njóta þær mikilla vinsælda hjá ákveðnum hópi. Fyrr í mánuðinum fór Ungrú heimur fegurðarsamkeppnin fram og þá fylgdist fólk frá öllum heimshornum með þegar Rolene Strauss, ung­frú Suður-Afr­íka, var krýnd ungfrú heimur. Hún þótti standa sig vel í öllum flokkum keppninnar, meðal annars í flokknum þar sem stúlkurnar spóka sig um á sviðinu í sundfötum. Sá flokkur, sundfatasýningin, er einmitt mjög umdeildur en þetta var í síðasta sinn sem keppendur Ungfrú heims munu þurfa að sýna sig á sundfötunum.

Þetta er í 64 sinn sem Ungfrú heimur keppnin er haldin en í öll skiptin hafa keppendur þurft að setja sig í stellingar á sviðinu í sundfötum. Þessi kroppasýning þykir afar úrelt og ósmekkleg og hefur hlotið mikla gagnrýni. Núna hafa skipuleggjendur keppninnar loksins ákveðið að verða við beiðni fólks og sleppa sundfatasýningunni. Strauss er því seinasti sigurvegari keppninnar sem tók þátt í sundfatasýningunni.

Julie Morley, formaður keppninnar, tilkynnti nýverið að sundfatasýningin væri algjörlega óþörf og yrði því lögð niður. „Ég þarf ekki að sjá konur ganga um sviðið í sundfötum. Það gerir ekkert fyrir þessar konur og það gerir ekkert fyrir okkur hin,“ sagði Morley í tilkynningunni. „Mér er alveg sama þó að ein kona sé með aðeins stærri rass en sú næsta. Við erum ekki að horfa á rassinn á henni. Við erum að hlusta á hana tala.“

Þessi mynd var tekin árið 1994. Þá spókuðu keppendur sig …
Þessi mynd var tekin árið 1994. Þá spókuðu keppendur sig um í sundbolum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál