Heimatilbúinn hreinsimaski sem fjarlægir fílapensla

Maskinn inniheldur aðeins tvö hráefni.
Maskinn inniheldur aðeins tvö hráefni. www.barefootblonde.com

Það kannast flestir við litlu hvítu strimlana sem maður setur á blautt nefið, hökuna og ennið og tekur svo af eftir nokkrar mínútur. Þessir strimlar fjarlægja fílapensla og dauða húð þannig að andlitið verður silkimjúkt. En þeir sem ekki eiga þessa litlu strimla geta búið til heimatilbúinn maska sem gegnir sama hlutverki og hvítu strimlarnir. Maskinn inniheldur aðeins tvö hráefni og það tekur aðeins nokkrar sekúndur að útbúa hann. Uppskrift þessi kemur af heimasíðunni BarefootBlonde.com.

  1. Blandaðu einni matskeið af gelatíni (matarlími) við tvær matskeiðar af mjólk í glas.
  2. Hitaðu blönduna í 10-15 sekúndur í örbylgjuofni og berðu hana á andlitið samstundis. Ef þú átt ekki örbylgjuofn má sjóða mjólkina í potti og blanda svo matarlíminu saman við heita mjólkina.  
  3. Þegar maskinn hefur harðnað á andlitinu er hann tekinn varlega af. Varist að setja maskann á augnsvæðið og á augabrúnirnar.

Núna ætti húðin að vera orðin silkimjúk og laus við öll óhreinindi.

Mjólk og matarlím geta greinilega gert kraftaverk fyrir húðina.
Mjólk og matarlím geta greinilega gert kraftaverk fyrir húðina.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál