Hvað er til ráða ef annað lærið er breiðara?

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica.
Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica. mbl.is/Styrmir Kári

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica svarar spurningum lesenda Smartlands Mörtu Maríu. Hér fær hún spurningu frá konu:

Sæl Þórdís,

Ég er sverari um annað lærið, það munar það alveg nokkrum sentimetrum. Þetta er orðið óþægilegt þegar ég er í buxum. Hvað er hægt að gera?

Sæl og takk fyrir spurninguna,

Það fer allt eftir því hvort munurinn liggur í fitusöfnun í lærinu eða hvort þú ert sverari vegna fyrirferðamikilla vöðva! Ef þetta er fitusöfnun gæti fitusog lagað þetta og jafnað út muninn á milli læranna. Ef munurinn liggur í vöðvum þá þarftu að fá hjálp sjúkraþjálfara eða þjálfara á líkamsrætarstöðvunum og þjálfa fæturnar með æfingum og lóðum. Þú finnur hvort um er að ræða með því að spenna vöðvana og klípa í lærin. Þú getur pantað þér tíma á stofu hjá lýtalækni ef þú ert í vafa.

Bestu kveðjur og gangi þér vel,

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir.

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Þórdísi spurningu HÉR.

Þórdís Kjartansdóttir.
Þórdís Kjartansdóttir. mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál