Fótósjoppuðu Katrínu út í hið óendanlega

Samanburðurinn birtist á heimasíðu E! Online.
Samanburðurinn birtist á heimasíðu E! Online. www.eonline.com

Katrín Middleton, hertogaynjan af Cambridge, þykir glæsileg kona. Hún er vel gefin, myndast vel og er alltaf flott til fara. En ritstjóri ástralska tímaritsins Woman‘s Day taldi Katrínu þurfa á smá hjálp að halda og lét því fótósjoppa ljósmynd af henni áður en hún birtist á forsíðunni. Útkoman er hræðileg.

Ljósmyndin var tekin af Katrínu í London í seinustu viku. Katrín lítur vel út á myndinni og er með náttúrulega förðun. Á fótósjoppuðu myndinni er þá búið að skerpa á augnförðuninni, lýsa augun og setja bleikan varalit á hana svo eitthvað sé nefnt. Þá er einnig búið að bæta gervilegum glampa á eyrnalokk hennar.

Myndinni var hreinlega rústað og Katrín er ekki lík sjálfri sér á forsíðunni. Útkoman er vægast sagt glötuð.

Katrín þarf ekki á neinu fótósjoppi að halda.
Katrín þarf ekki á neinu fótósjoppi að halda. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál