Sjaldan litið eins vel út vegna augnabrúnanna

Sacha Devoretz (t.v.) trúir því að útlit hennar hafi batnað …
Sacha Devoretz (t.v.) trúir því að útlit hennar hafi batnað til hins betra eftir að hún fór að hugsa meira um augnabrúnirnar sínar. Samsett mynd/ www.sachad.com

„Ein af mínum bestu vinkonum sagði nýlega að ég hafi sjaldan litið eins vel út og ég geri núna. Hún sagði að það væri vegna augnabrúnana minna. Ég birti mynd af mér á Facebook og hún sendi mér skilaboðin: „ég get loksins séð augnabrúnirnar þínar“. Ég er sammála henni, flottar augnabrúnir ramma vissulega andlitið inn,“ skrifar lífstílsbloggarinn Sacha Devoretz í pistil sinn um augnabrúnatísku.

Devoretz ráðfærði sig við snyrtifræðinginn Kiran Darred sem sérhæfir sig í „threading“ á augabrúnum en þá eru augnabrúnirnar mótaðar með þráð.

Darred sagði að þykkar augnabrúnir kæmu sterkar inn á árinu 2015.

Darred mælir ekki með að plokka augabrúnirnar heima. „Leitaðu til sérfræðings til að kalla fram það form sem þú villt.  Berðu svo nokkra dropa af kókosolíu eða E-vítamín olíu á augabrúnirnar á kvöldin áður en þú ferð að sofa. Olían ýtir undir hárvöxt.“

Þá mælir Darred einnig gegn því að vaxa augabrúnirnar. „Það getur verið erfitt að móta augabrúnirnar með vaxi. Vaxið getur líka fjarlægt náttúrulegar olíur úr húðinni sem er ekki gott,“ útskýrði Darred.

Það er mælt með að bera kókosolíu á augnabrúnirnar á …
Það er mælt með að bera kókosolíu á augnabrúnirnar á kvöldin því olían ýtir undir hárvöxt.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál