Plus-size fyrirsætur hreyfa við tískuiðnaðinum

Fyrirsæturnar sem skipa ALDA-hópinn vilja sjá tískuiðnaðinn fagna fjölbreytileikanum í …
Fyrirsæturnar sem skipa ALDA-hópinn vilja sjá tískuiðnaðinn fagna fjölbreytileikanum í auknu mæli. www.bust.com.

Íslenska fyrirsætan Inga Eiríksdóttir er ein þeirra sem stofnuðu hópinn ALDA en hópurinn vinnur að því að efla fjölbreytni í fyrirsætubransanum. Hópurinn var stofnaður í kjölfar þess að yfirmenn Ford models létu loka plus-size deild sinni árið 2013.

Inga stofnaði ALDA ásamt fjórum öðrum fyrirsætum sem teljast vera í „plus-size“ eða yfirstærð, það eru þær Julie Henderson, Ashley Graham, Marquita Pring og Danielle Redman. Þær fanga fjölbreytileikanum.

Í nýjasta eintaki af BUST magazine er viðtal við konurnar sem skipa hópinn ALDA. Þær vonast til að herferð þeirra styrkji þær konur sem telja tískuiðnaðinn ekki gegna hlutverki fyrir þær.

Allar konur eru fallegar

„Ég hef í rauninni aldrei skilið þetta bil sem er á milli straight-size [stærð 0-4] fyrirsætna og plus-size-fyrirsætna,“ segir Inga í viðtalinu. „Ég tel að við getum hafi meiri áhrif sem hópur...til að hreyfa við takmörkum tískuiðnaðarins. Ég held að konur vilji sjá meira af konum sem þær tengja við, þær vilja ekki sjá allt fótósjoppað.“

Hópurinn segir þá að þær vilja ekki taka eina líkamsbyggingu fram yfir aðra heldur taka fjölbreytninni með opnum örmum.

Julie Henderson segir þá að tískuheimurinn geti haft mikil áhrif á ungar stelpur. „Litlar stúlkur vaxa úr grasi og læra hvað sé fallegt, við hjá ALDA viljum segja: „Allar konur eru fallegar““ segir fyrirsætan Henderson.

Inga Eiríksdóttir er flokkuð sem fyrirsæta í yfirstærð í tískuheiminum.
Inga Eiríksdóttir er flokkuð sem fyrirsæta í yfirstærð í tískuheiminum. www.bust.com.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál