Hvers vegna eru íslenskar konur svona sætar?

Eva Dögg Sigurgeirsdóttir tískumarkaðsfræðingur og ritstjóri Tíska.is.
Eva Dögg Sigurgeirsdóttir tískumarkaðsfræðingur og ritstjóri Tíska.is.
Eva Dögg Sigurgeirsdóttir tískumarkaðfræðingur og ritstjóri Tíska.is var fengin til að segja kanadískum tískuritstjórum frá leyndarmálinu á bak við fegurð íslenskra kvenna. Tískuritstjórar stærstu tískutímarita Kanada voru staddir hérlendis í vikunni og var Eva Dögg fengin í verkið af kanadískri PR-stofu.
Tilefni ferðar þessara 18 blaðamanna og ritstjóra var að snyrtivörurisarnir Jergens og John Frida voru að kynna nýjar vörur á markaðinn og ákváðu að halda kynninguna hér á Íslandi. Jergens er ekki selt hérna enda snerist þetta alls ekki um sölu hérlendis og engir Íslendingar komu nálægt þessu.

Þeir flugu hingað með einn frægasta hárgreiðslumann í New York sem kynnti hárlínuna. Daginn eftir var kynning á nýjungum frá Jergens. Ég var fengin til að gefa innsýn í það sem er að gerast á Íslandi og hvaða leyndarmál lægi að baki útliti og fegurð íslenskra kvenna,“ segir Eva Dögg.
Hún segir að húð og útlit íslenskra kvenna hafi vakið athygli og vildu þessir aðilar fá meiri innsýn inn í líf íslenskra kvenna.
„Það var ótrúlega gaman að segja frá íslenskum konum og okkar hefðum enda erum við ótrúlega sterkar, duglegar, klárar og flottar. Íslenskar konur eru ótrúlega sjálfstæðar, vinna úti, eru að ná sömu launum og karlmenn og eiga flestar nokkur börn og í raun ættu allar íslenskar konur að eiga nokkra superwoman-búninga,“ segir hún.
Það er ekkert nýtt að íslenskar konur séu sagðar sætar. Þrír Miss World titlar þeirra Lindu Pé, Hólmfríðar Karlsdóttur og Unnar Birnu sanna það.

Ég held að galdurinn sé sá, fyrir utan þjóðsöguna að víkingarnir hafi tekið allar fallegustu konurnar með sér til Íslands, að við erum ofur sjálfstæðar, duglegar og ótrúlega meðvitaðar um mikilvægi þess að líða vel í eigin skinni. Ef manni líður vel í eigin skinni þá skín fegurðin í gegn.

Húð kvenna á Íslandi er að mínu mati ótrúlega falleg og við eigum heilan haug af unglegum ömmum sem hlaupa um bæinn í hælaskóm og skvísufötum sem er snilld. Við hugsum vel um heilsuna og fylgjumst vel með öllu því nýjasta þegar kemur að heilsu og hreyfingu. Ég held að fegurð íslenskra kvenna felist í fasinu fyrst og fremst, en við erum auðvitað allar valkyrjur inn við bein auk þess rennur víkingablóð í æðum okkar. Við eigum ótrúlega sterka forfeður og mæður þannig að það að vera dugnaðarforkur er gjörsamlega prentað í sálina okkar.“

Eva Dögg segar að íslenskar konur hugsi vel um húðina og passi vel að þrífa hana vel og eru meðvitaðar um að nota rakakrem sem sé sérstaklega mikilvægt á Íslandi út af kulda og veðrabreytingum.

„Formæður okkar byrjuðu snemma að búa til krem og áburði úr íslenskum jurtum sem höfðu oft mikinn lækningarmátt þannig að það að hugsa um húðina er okkur í blóð borið. Ég er stolt af því að tilheyra hópi flottra íslenskra kvenna.“

Linda Pétursdóttir þykir ein af fallegustu konum heims en hún …
Linda Pétursdóttir þykir ein af fallegustu konum heims en hún vann titilinn Miss World árið 1988.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál