Húðlína fyrir konur á breytingaskeiði

Valdís Haraldsdóttir.
Valdís Haraldsdóttir. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Þegar konur komast á breytingaskeiðið þynnist húðin í andlitinu og hættan eykst á því að húðin þorni. Á þessu skeiði skiptir miklu máli að húðin fái góða næringu. Valdís Haraldsdóttir hjá Vaxa, sem flytur inn lífrænar vörur frá Weleda, segir að húðin verði viðkvæmari fyrir utanaðkomandi skaðlegum áhrifum. Hún er því afar hrifin af nýrri andlitslínu frá Weleda, Evening Primrose, sem er sérhönnuð fyrir þroskaða húð eða fyrir konur sem komnar eru yfir fimmtugt.

„Andlitslínan samanstendur af dagkremi, næturkremi og augn- og varakremi sem eru  unnin úr kvöldvorrósarolíu, makadamíanhnetuolíu, shea butter, jójoba og sesamolíu. Auk þess er að finna tigurgrasolíu sem er öflug lækningarjurt sem hefur góð áhrif á hormónastarfsemi líkamans og örvar frumuendurnýjun. Kvöldvorrósarolían er olía sem flestar konur þekkja og vita að hún hefur jákvæð áhrif á hormónabúskapinn,“ segir Valdís.

Vitað er að útlit húðarinnar breytist með aldrinum þegar hægist á endurnýjun frumanna. Auk þess minnkar líkaminn framleiðslu á kollageni sem gerir það að verkum að við fáum hrukkur. 

„Í vörunum frá Weleda eru valdar jurtir sem Weleda kallar kjarnajurtir. Það eru þær jurtir sem notaðar eru sem ætlað er að hjálpa líkamanum að hjálpa sér sjálfum,“ segir Valdís.

Hún segir að kremin innihaldi jurtir, vítamín og fitusýrur sem þjóni þeim tilgangi að draga úr hrukkum og gefa húðinni öfluga rakanæringu.

Valdís þekkir línuna ágætlega en hún byrjaði að nota hana síðasta haust þegar línan var kynnt erlendis. 

„Í kjölfarið sendi ég konum sem ég þekki andlitslínuna og þær eru allar mjög ánægðar með kremin. Kremin hverfa auðveldlega inn í húðina og augn- og varakremið er þunnt og hentar því sérstaklega vel á viðkvæmt svæðið í kringum augun. Konur á öllum aldri eiga að nota augnkrem.“

Valdís segir að hún hafi fundið mun eftir að hún byrjaði að nota línuna.

„Ég finn að húðin fær meiri raka og næringu og ég veit að kremin innihalda jurtir og olíur sem húðin mín þarfnast. Mér líður vel þegar ég nota þessar vörur og veit að þær gera mér gott bæði á líkama og sál.“

Valdís Haraldsdóttir.
Valdís Haraldsdóttir. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál