Svona eru „fyrir og eftir“-myndir unnar

Þessar myndir birtust á heimasíðu BBC.
Þessar myndir birtust á heimasíðu BBC. bbc.com

Þegar heilsuvörur eru auglýstar eru „fyrir og eftir“-ljósmyndir af fólki gjarnan notaðar til að sýna og sanna hversu miklum árangri vörurnar skila. Myndirnar eru oft mjög sannfærandi og sýna þá miklu breytingu sem verður á fólki sem notar vöruna. En er eitthvað að marka þessar „fyrir og eftir“-myndir? Þetta er spurning sem brennur á vörum margra.

Á heimasíðu BBC má finna „fyrir og eftir“-myndir af tveimur einstaklingum sem hafa gjörbreyst eftir að þeir tóku upp nýjan lífsstíl. Eða hvað? Myndirnar eru teknar með tveggja klukkutíma millibili. Konan og maðurinn á myndunum virka hraustari, grennri og frísklegri á seinni myndinni og þykir þetta sýna hversu villandi „fyrir og eftir“-myndir eru yfirleitt.

Myndirnar voru teknar af ljósmyndara BBC í tengslum við þáttinn BBC Wales's Week in Week Out. Í einum þættinum er fjallað um fæðubótarefni og „heilsuvörur“ sem velta milljörðum á ári hverju. Einstaklingarnir sem samþykktu að láta mynda sig fyrir tilraunina fóru í brúnkuúða, gerðu nokkrar styrktaræfingar og settu sig í aðlaðandi stellingu í góðri lýsingu eftir að fyrri myndin var tekin. Þetta er útkoman.

„Ég var forviða fyrst þegar ég sá muninn,“ sagði Joe, karlkyns fyrirsætan sem sjá má á myndunum. Þess má geta að bringa hans var rökuð fyrir myndatökuna. „Við gerðum nánast ekkert þarna í millitíðinni. Þetta sannar bara hversu mikið rusl sumar auglýsingar geta verið.“

Þessi mynd birtist á heimasíðu Optimal Body Fitness. Er einhver …
Þessi mynd birtist á heimasíðu Optimal Body Fitness. Er einhver munur á konunni? www.optimalbodyfitness.com
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál