Lét minnka nefið eftir athugasemd frá ókunnugum

Kelly Smith var með mikla minnimáttarkennd vegna útlitsins.
Kelly Smith var með mikla minnimáttarkennd vegna útlitsins. dailymail.co.uk

Hin 26 ára Kelly Smith var alltaf óörugg með nefið á sér því henni fannst það of stórt. En það var ekki fyrr en ókunnugur drukkinn maður í lest sagði nefið á henni vera „risavaxið“ að hún íhugaði að fara í lýtaaðgerð. Hún lét svo til skara skríða og er himinlifandi með nýja nefið.

Smith segir alla láta eitthvað við útlit sitt fara í taugarnar á sér einhvern tímann á lífsleiðinni, nefið var það sem truflaði hana. „Þegar aðrir í kringum mig lærðu að sætta sig við útlitið var bara eins og nefið á mér versnaði með árunum. Og þar sem nefið er nú á andlitinu þá er það eitthvað sem ekki er hægt að fela,“ útskýrði Smith í viðtali við Femail. „Ég varði stundum nokkrum klukkustundum í að farða mig og laga á mér hárið, en ég gat aldrei breytt nefinu, ég gat ekki falið það.“

„Vá, þú ert virkilega falleg. Fyrir utan nefið.“

Smith var aldrei sátt, sama hversu miklum tíma hún varði í að punta sig. En það var þegar ókunnugur drukkinn maður kom til hennar í lest og gagnrýndi hana sem hún áttaði sig á hversu mikla minnimáttarkennd hún hafði vegna útlitsins. „Ég var á leiðinni til London með lest þegar ég tók eftir manni sem nálgaðist mig. Ég þoli ekki svona aðstæður, ég reyndi að vera sem minnst áberandi. Maðurinn sagði: „Vá, þú ert virkilega falleg. Fyrir utan nefið. Það er risastórt.“

„Mér fannst eins og öll lestin væri að horfa á mig þegar ég reyndi að flissa og mér leið hörmulega. En loksins sagði einhver þetta upphátt, ég var ekkert að ímynda mér þetta, nefið var risavaxið. Ég þurfti bara að heyra það.“

Það var þarna sem Smith ákvað að fara í lýtaaðgerð. Smith kveðst samt ekki hafa farið í lýtaaðgerð fyrir þennan ókunnuga mann heldur bara fyrir sjálfa sig. „Í áraraðir vildi ég ekki láta taka myndir af mér á hlið. Lengi vel stóð ég og reyndi að tala við fólk en gat ekki hætt að velta því fyrir mér hvort að það væri að hugsa um hræðilega nefið á mér. Loksins tók ég ákvörðun um að binda enda á þetta. Af hverju ætti ég að lifa svona ef lýtaaðgerð getur lagað þetta?“

Fjárfesti í hamingjunni

Smith átti smá aukapening inni á bankabók sem hún notaði til að borga fyrir aðgerðina. „Ég hef alltaf farið vel með peninga og aldrei eytt peningum í eitthvað sjálfselskt,“ útskýrir Smith sem leit á þetta eins og hún væri að fjárfesta í hamingjunni.

Aðgerðin heppnaðist vel að sögn Smith. „Nefið á mér varð minna og beinna og bara betra. Ég óttaðist ég myndi ekki líta út eins og „ég“ eftir aðgerðina en ég hafði rangt fyrir mér. Aðgerðin hafði vissulega áhrif á útlitið en ég lít samt út eins og ég sjálf. Núna þegar ég lít í spegilinn sé ég sjálfa mig en ekki bara skakka nefið á mér.“

Smith er afar ánægð með ákvörðunina um að fara í lýtaaðgerð. „Mér finnst eins og andlitið á mér sé í réttum hlutföllum. Ég get með sanni sagt að sjálfstraustið hefur aukist og það hefur haft jákvæð áhrif á feril minn og mitt persónulega líf. Ég er ennþá ég, bara með breiðara bros.“

Skjáskot af Daily Mail. Svona lítur Kelly Smith út eftir …
Skjáskot af Daily Mail. Svona lítur Kelly Smith út eftir nefaðgerðina. dailymail.co.uk
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál