Verstu „bjútí“-mistök sem þú getur gert

Það er mikilvægt að hreinsa húðina vandlega áður en farið …
Það er mikilvægt að hreinsa húðina vandlega áður en farið er að sofa.

Það er ýmislegt sem og má ekki gera þegar kemur að útliti og förðun. Á heimasíðu Nylon má finna lista yfir nokkur atriði sem eru algjörlega á bannlistanum. Hér koma nokkur atriði af listanum góða.

Að nota farða í röngum lit

Það getur verið erfitt að finna farða í réttum lit en það er alltaf leiðinlegt að sjá konur með svokallaða „meikgrímu“. Það er algjörlega þess virði að eyða smá tíma í að finna hinn fullkomna farða. Fáðu hjálp hjá starfsfólki snyrtivöruverslana, þá verður leitin auðveldari.

Að sleppa sólarvörn á vetrarmánuðum

Það er góð regla að bera á sig sólarvörn á hverjum morgni, hvort sem það er glampandi sól úti eða ekki. Skaðlegir geislar sólarinnar eru lúmskir og geta haft slæm áhrif á húðina, jafnvel þó það sé skýjað úti.

Að gleyma að þrífa andlitið á kvöldin

Þetta segir sig sjálft. Það er alltaf slæmt að gleyma að þrífa andlitið fyrir svefninn, sérstaklega þegar mikill farði er annarsvegar. Farðinn getur stíflað svitaholurnar og valdið útbrotum og bólum. Reyndu að þvo andlitið vandlega bæði kvölds og morgna og geymdu svo pakka af blautklútum í náttborðinu, fyrir þessi neyðartilfelli þegar þreytan er allsráðandi.

Að láta ekki særa hárið reglulega

Hárið vex ekki hraðar ef það er tekið reglulega af endum þess en hins vegar verður það klárlega fallegra. Hárgreiðslufólk mælir með að láta særa  hárið á tveggja til þriggja mánaða fresti. Þannig lítur hárið frekar út fyrir að vera þykkt og heilbrigt.

Að sleppa undirlakki undir dökkt naglalakk

Ef dökkt naglalakk er borið beint á neglurnar getur það litað þær og gert þær gular. Undirlakk kemur í veg fyrir þetta, og nei, þetta er ekki bara eitthvert sölutrikk. Gott undirlakk veitir ekki aðeins vörn gegn dökku naglalakki heldur styrkir neglurnar á sama tíma.

Að plokka augabrúnirnar út í hið óendanlega

Ef þig dreymir um náttúrulegar og þykkar augabrúnir þá skalt þú leggja plokkarann frá þér samstundis. Fyrir þá sem eru ekki snyrtifræðingar getur reynst vandasamt að plokka augabrúnirnar. Ef þú tekur eitt feilspor getur það tekið marga mánuði að lagast. Ef þú getur mögulega sleppt því að plokka augnabrúnirnar, þá skalt þú gera það og láta fagmann sjá um að móta þær fyrir þig.

Að nota ekki hitavörn áður en heit tól eru notuð

Ef að þú notar hárblásara og/eða sléttu- og krullujárn reglulega þá er nauðsynlegt að nota hitavörn í hárið áður en þessi tól eru brúkuð. Hitinn hefur afar slæm áhrif á hárið og geri það þurrt og úfið en hitavörn dregur úr þeim áhrifum. Hitavörn getur verið í formi úða eða krems til dæmis og gefur hárinu gjarnan fallegan gljáa samhliða því að veita vörn.

Að nota skítuga förðunarbursta

Það er fátt sem skemmir jafn mikið fyrir þér þegar kemur að förðun og skítugir burstar. Við vitum að við ættum ekki að nota þá en stundum hefur maður bara ekki tíma til að þrífa þá. En við verðum að hafa það í huga að bakteríur safnast fyrir í förðunarburstum með tímanum og þær viljum við ekki fá í andlitið því þær geta valdið bólum og roða.

Það er mikilvægt að að þrífa förðunarburstana reglulega.
Það er mikilvægt að að þrífa förðunarburstana reglulega.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál