Þetta veldur bólum og útbrotum í andlitinu

Það er að ýmsu að huga ef maður vill fá …
Það er að ýmsu að huga ef maður vill fá lýtalausa húð.

Kannast þú við að fá bólur þegar þú átt síst von á því? Mataræði og húðumhirða er greinilega ekki nóg til að halda húðinni góðri heldur eru ýmis önnur atriði sem geta haft áhrif á ástand húðarinnar. Hér koma nokkur atriði af lista sem birtist á heimasíðu Marie Claire.

1. Farsíminn

Bakteríur safnast fyrir á símanum sem smitast svo á andlitið þegar við tölum í hann. Þessar bakteríur hafa slæm áhrif á húðina og geta valdið útbrotum. Þess vegna er mikilvægt að þrífa símann reglulega, til dæmis með blautklút.

2. Koddaverið

„Þegar við byltum okkur á nóttunni safnast olía og óhreinindi fyrir í koddaverinu okkar. Þessi óhreinindi smitast svo á húðina okkar og stífla jafnvel svitaholurnar sem veldur bólum,“ segir húðlæknirinn Rachel Nazarian í viðtali við Marie Claire. Hún mælir með að skipta um koddaver ört.

3. Maki þinn

Nazarian segir makann, ef hann er með skegg, geta valdið ertingu og jafnvel útbrotum. „Skegg kærastans getur valdið útbrotum ef það nuddast við húð þína,“ útskýrir Nazarian sem mælir með að fólk sé meðvitað um þetta og noti mildan andlitshreinsi ef það finnur fyrir óþægindum í húðinni eftir kelerí.

4. Handáburður

Feitur handáburður getur gert kraftaverk fyrir þurrar hendur en  feitt krem er ekki gott fyrir viðkvæmu húðina í andlitinu. Handáburðurinn á það til að smitast yfir á andlitið. „Þá ferð þú að taka eftir stífluðum svitaholum í auknu mæli.“ Því ber að varast að snerta andlitið rétt eftir að hafa notað handáburð.

5. Ilmvatnið

Margar konur úða ilmvatni á sig á hverjum degi án þess að leiða hugann að þeim innihaldefnum sem leynast í ilmvatninu. Þessi innihaldsefni geta haft slæm áhrif á húðina, sérstaklega húðina í andlitinu, og því er mælt með að fara varlega þegar ilmvatni er úðað á líkamann. Sömu sögu má segja um ilmefni í þvottar- og mýkingarefni.

Gæti verið að ilmvatnið þitt sé að hafa slæm áhrif …
Gæti verið að ilmvatnið þitt sé að hafa slæm áhrif á húðina þína?
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál