Lindex með eigin snyrtivörulínu

Í línunni er meðal annars sólarpúður, maskari, gloss, varalitir og …
Í línunni er meðal annars sólarpúður, maskari, gloss, varalitir og blýantar svo eitthvað sé nefnt.

Sænska móðurskipið Lindex er komið með snyrtivörulínu sem er framleidd á umhverfisvænan hátt. Línan kallast Lindex Beauty og samanstendur af góðum snyrti- og húðvörum.

„Lindex Beauty er eðlileg framlenging á vöruúrvali Lindex sem beinist að konum sem hafa áhuga á tísku.  Viðskiptavinum okkar er umhugað um útlit sitt og sú umhyggja nær til umhirðu um líkama og andlit. Snyrtivörur setja lokapunktinn á hvaða kvöld- eða hversdagsklæðnað sem er.  Ég er virkilega stolt af úrvali lita ásamt gæðunum sem einkenna vörur okkar,“ segir Inger Lundqvist, hönnunar- og innkaupastjóri Lindex Beauty.

Snyrtivörulínan inniheldur maskara, augnblýanta, augnskugga, farða, púður, hyljara, kinnaliti, naglalakk, varaliti og varagloss.

Húðvörulínan frá Lindex er merkt Svaninum sem leggur áherslu á að framleiðsla og innihalda uppfylli ströngustu skilyrði um innihald, vatnsnotkun, orkunýtingu og sóun. Vörurnar eru framleiddar eftir ströngustu skilyrðum ESB, ofnæmisprófaðar en þó ekki á dýrum. 

Lindex er komið með eigin snyrti- og húðvörulínu.
Lindex er komið með eigin snyrti- og húðvörulínu.
Svona eru umbúðir húðlínunnar.
Svona eru umbúðir húðlínunnar.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál