Þetta eru bestu ódýru maskararnir

Ódýrir maskarar þurfa ekki endilega að vera verri en þeir …
Ódýrir maskarar þurfa ekki endilega að vera verri en þeir dýru.

Margir förðunarfræðingar og aðrir sérfræðingar vilja meina að ódýrir maskarar sem fást úti í apóteki séu alveg jafn góðir eða jafnvel betri heldur en rándýrir maskarar frá dýrum merkjum. En hvaða ódýru maskarar eru bestir? Blaðamaður Into The Gloss fór á stúfana og prófaði ótal maskara sem eiga það sameiginlegt að vera tiltölulega ódýrir. Þetta eru niðurstöðurnar.

Maybelline: Volum‘ Express The Colossal Washable Mascara

virðist alltaf vera með svarið en þessi þykka gula túpa hefur upp á svo mikið að bjóða. Burstinn er nokkuð klassískur en samt aðeins þéttari en gengur og gerist með aðra maskara. Varan dreifist fullkomlega á augnhárin.“

L‘Oréal Voluminous Butterfly Mascara

Þessi bursti er sá allra tæknilegasti. Þetta er sannkallað listaverk, það eru svo margar sveigjur og beygjur á honum. Þessi maskari inniheldur agnarsmáa trefjaþræði sem þekja augnhárin þín án þess þó að þau verði gervileg.

NYX Provocateur

Þessi maskari gefur þér seiðandi augnaráð. Þú færð tvo valkosti með þessum eina bursta. Notaðu stillingu eitt til að fá meiri maskara á augnhárin en stillingu tvö til að fá léttari þekju.

Aðrir maskarar sem komust á lista Into The Gloss eru Physicians Formula Organic Wear 100% Natural Origin Mascara og Covergirl Lashblast Clump Crusher en þeir maskarar fást víst ekki á Íslandi.

Þessi maskarar komust á lista Into The Gloss yfir bestu …
Þessi maskarar komust á lista Into The Gloss yfir bestu maskarana.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál