Heimatilbúinn varasalvi með kókosolíu

Einfaldur heimatilbúinn varasalvi út kókosolíu.
Einfaldur heimatilbúinn varasalvi út kókosolíu. bustle.com

Kókosolía hefur góð áhrif á húð og hár og hana er tilvalið að nota í heimatilbúnar snyrtivörur. Hérna kemur uppskrift af heimatilbúnum varasalva sem tekur stutta stund að útbúa. Uppskriftin kemur af heimasíðu Bustle.

Það sem þú þarft:

  • Kókosolía, helst lífræn
  • Lítil tóm dós eða krukka
  • Skál sem má fara í örbylgjuofn og skeið
  • Önnur olía til viðbótar, til dæmis argan-, avókadó- eða jojobaolía.
  • Valfrjálst: Varalitur til að gefa varasalvanum smá lit

Aðferð:

  1. Sjáðu til þess að ílátið sem varasalvinn fer í sé hreint og þurrt.
  2. Settu kókosolíu í skál ásamt smá varalit (ef þú vilt hafa lit á varasalvanum).
  3. Settu blönduna inn í örbylgjuofn í um það bil 10-30 sekúndur.
  4. Þegar blandan er bráðin saman er nokkrum dropum af olíu að eigin vali bætt við.
  5. Hrærðu svo í blöndunni og helltu henni yfir í ílátið þitt.

Þegar blandan kólnar harðnar hún og þá ertu komin með mýkjandi varasalva.

Smá varalitur gefur varasalvanum fallegan lit.
Smá varalitur gefur varasalvanum fallegan lit. bustle.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál