Naglalakk hertogaynjunnar til Íslands

Katrín hertogaynja af Cambridge var með litinn Allure frá Essie …
Katrín hertogaynja af Cambridge var með litinn Allure frá Essie þegar hún giftist Vilhjálmi.

Katrín hertogaynja af Cambridge var með litinn Allure frá Essie á nöglunum þegar hún giftist eiginmanni sínum. Nú eru naglalökkin frá Essie loksins fáanleg á Íslandi og eru þau seld í apótekum og í Hagkaup svo dæmi séu tekin.

Liturinn Allure er náttúrulegur og gefur nöglunum fallegan glans. Liturinn er þó alls ekki bara fyrir þær sem eru að ganga í það heilaga heldur hentar öllum konum bæði hversdags og spari.

Liturinn kemur ákaflega vel út.
Liturinn kemur ákaflega vel út.

Hertogaynjan er ekki sú eina sem hefur opinberlega talað um dálæti sitt á Essie því Elísabet Englandsdrottning lét senda sér litinn Ballet Slippers frá Bandaríkjunum því það var eina lakkið sem henni fannst passa sér.

Bæði Allure og Ballet Slippers eru meðal vinsælustu litanna frá Essie en fyrirtækið hefur verið starfrækt síðan 1981. Essie Weingarten kynnti fyrstu lökkin fyrir dönsurum í Las Vegas. Weingarten fannst vanta fjölbreyttara úrval af lökkum og vildi bjóða konum upp á góða formúlu fyrir neglurnar sem þær gætu bara notað heima hjá sér. Á örstuttum tíma urðu naglalökkin heimsþekkt og í dag er merkið það fremsta á sínu sviði og býður uppá breytt úrval lita ásamt fjöldanum öllum af lökkum til að auka endingu og gera neglurnar heilbrigðari.

Merkið er alltaf sýnilegt á helstu viðburðum sem gerast í heiminum eins og stóru tískuvikunum, á Golden Globes hátíðinni og Óskarnum svo dæmi séu tekin.

Svona lítur glasið út.
Svona lítur glasið út.
Hér er brot af sumarlitunum frá Essie.
Hér er brot af sumarlitunum frá Essie.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál