Fáðu sem mest út úr snyrtivörunum

Gloss á augnlokin og maskari í hárið, er það ekki …
Gloss á augnlokin og maskari í hárið, er það ekki eitthvað?

Varaglossið er ekki bara fyrir varirnar, það má líka nota á kinnbeinin og augnlokin svo dæmi séu nefnd. Sömuleiðis má nýta augnskuggann í ýmislegt annað en bara á augnlokin. Það er um að gera að nota hugmyndaflugið og reyna að fá sem mest út úr snyrtivörunum sem eru nú þegar til í snyrtibuddunni. Hugmyndirnar koma af heimasíðu Daily Mail, þar má finna fleiri hugmyndir.

Varaglossið:

  1. Notaðu það sem „highlighter“ fyrir neðan augnabrúnirnar og á kinnbeinin.
  2. Notaði það eins og hárgel til að líma niður lítil hár sem standa upp í loftið.
  3. Varagloss er hægt að nota til að móta augnabrúnirnar og gefa þeim smá glans.
  4. Varagloss lítur vel út á augnlokunum, gefðu augnskugganum smá ljóma og glans með þunni lagi af varaglossi.

Maskarinn:

  1. Það er tilvalið að nota brúnan maskara til að móta augnabrúnirnar og gefa þeim smá lit.
  2. Það er líka hægt að nota maskarann sem „eyeliner“ ef burstinn býður upp á það.
  3. Ef þú ert með mjög dökkt hár er tilvalið að nota maskarann til að þekja eitt og eitt grátt hár.

Augnskugginn:

  1. Settu smá ljósan augnskugga á miðjar varirnar yfir varalitinn. Þetta lætur þær líta út fyrir að vera stærri og meira „djúsí“.
  2. Ljósan sanseraðan augnskugga er tilvalið að nota á kinnbeinin til að gefa húðinni aukinn ljóma.
  3. Ljósbrúnn augnskuggi nýtist í margt, til dæmis má nota hann til að skyggja undir kinnbeinin.
  4. Augnskuggi í réttum lit hentar vel til að móta augnabrúnirnar.

Hyljarinn:

  1. Blandaðu smá hyljara við varalitinn þinn til að lýsa hann upp.
  2. Notaðu hyljarann sem grunn undir augnskuggann, þannig helst hann betur á augnlokinu og liturinn nýtur sín betur.
  3. Sömuleiðis má nota hyljara sem grunn undir varalit, það kemur líka í veg fyrir að hann smitist út fyrir varirnar.
Það er fallegt að bera smá glært gloss á kinnbeinin.
Það er fallegt að bera smá glært gloss á kinnbeinin.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál