Óttast að yngingarlyf hafi valdið sjálfsofnæmi

Aimi Veness keypti yngingarlyf ólöglega á netinu.
Aimi Veness keypti yngingarlyf ólöglega á netinu. Skjáskot út This Morning

Hin 40 ára Aimi Veness sprautaði sig með HGH (Hum­an Growth Horm­o­ne) í heilt ár í von um að öðlast æskuljómann á nýjan leik. En núna sér hún eftir að hafa notað lyfið því hún er hrædd um að það hafi valdið því að hún þróaði með sér sjálfsofnæmi.

Lyfið HGH er til­búið vaxta­horm­ón sem selt er í stök­um spraut­um sem yng­ing­ar­lyf. Þetta vaxta­horm­ón er eitt­hvað sem að heila­ding­ull­inn fram­leiðir nátt­úr­lega í ungu fólki en fram­leiðslan minnk­ar til muna þegar við eld­umst. Veness keypti mánaðarskammt af lyfinu á 41 þúsund krónur á netinu eftir að hafa heyrt að það hefur yngjandi áhrif. Hún segir auðvelt að nálgast lyfið þó að það sé ólöglegt í heimalandi hennar, Bretlandi. En nýverið hætti hún að taka lyfið inn þar sem hún greindist með sjálfsofnæmi, hana grunar að HGH sé orsakavaldurinn.

„Eins og er þá er ég hætt á lyfinu. Ég hugsa með sjálfri mér: „Olli ég þessum veikindum sjálf, er þetta mér að kenna?“ Ég vona að þarna sé engin tengin á milli,“ sagði Veness í viðtali við morgunþáttinn This Morning.

Þykir freistandi að halda áfram að nota HGH

Veness hefur áhyggjur af aukaverkunum lyfsins en henni þykir samt freistandi að halda áfram að sprauta sig með því, jafnvel þó það sé ólöglegt án lyfseðils frá lækni. „Ég held að ég muni ekki kaupa það á netinu áfram, ég ætla að reyna að fá lyfseðil,“ útskýrði Veness sem þolir ekki að eldast.

„Ég öðlaðist svo mikla orku á HGH, húðin varð betri og hárið og neglurnar líka. Og ég grenntist. Þetta er Pétur Pan-lyf,“ sagði Veness áður en læknirinn Frances Prenna Jones mætti í þáttinn til að vara við notkun lyfsins.

Æskuljóminn í einni sprautu

Sylvester Stallone hefur viðurkennt að hafa notað HGH.
Sylvester Stallone hefur viðurkennt að hafa notað HGH. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál