Viltu fríska upp á útlitið alveg ókeypis?

Bronsing gelið frá Sensai er ein mest selda snyrtivara landsins.
Bronsing gelið frá Sensai er ein mest selda snyrtivara landsins.

Bronzing gelið frá Sensai hefur verið ein mest selda snyrtivaran síðustu ár. Það kemur svo sem ekkert á óvart því gelið, sem sett er yfir farða eða beint yfir húðina á eftir dagkremi, gefur frísklegt útlit og afmáir vetrar-drungann sem getur gert vart við sig hjá íslenskum konum. Stundum er bara alveg nauðsynlegt að geta frískað sig við á fimm mínútum.

Bronzing gelið frá Sensai er framleitt úr 70% vatni og hinu einstaka Koishimaru Silki. Það sveipar húðina frískandi raka og gegnsæjum lit sem heldur húðinni rakri og geislandi fallegri. Hægt er að nota gelið á andlitið og bringuna, bæði undir og yfir farða eða eitt sér. Gelið inniheldur SPF 6 og kemur í þremur litum.

Það eru fleiri vörur úr Bronzing línunni frá Sensai sem slegið hafa í gegn og það er Bronzing Powder, sem er sólarpúður. Það er sérstaklega áferðarfallegt og heldur húðinni rakri um leið og það veitir silkimjúka áferð og gegnsæjan, bronsleitan ljóma sem virðist koma innan frá. Sólarpúðrið býr yfir einstakri samsetningu sem veitir raka og skapar tafarlaust jafna og fullkomna „silkimjúka og bronslita húð“.

Áður en sólarpúðrið og bronzing gelið er borið á húðina er mjög gott að setja farða á andlitið. Þá kemur farðinn frá Sensai, Sensai Foundations, sterkur inn en hann er rakagefandi og verjandi fyrir andlitið. Farðarnir sveipa húðina hulu úr silki til að sjá henni fyrir nauðsynlegum raka og ljá henni gegnsæja og lýtalausa áferð með öllum þeim ljóma og fágun sem silki hefur að bera.

Til þess að fullkomna útlitið er ekki úr vegi að setja á sig maskarann 38°C. Sem þýðir að maskararnir þola allir tár, svita og vatn upp að 38°C. Hann rennur ekki til og helst á þar til hann er tekinn af með 38 gráðu heitu vatni. Í lífnu, þar sem allskonar óvænt getur komið fyrir, veitir stundum ekkert að maskara með tára og svitavörn. Svo er ekki úr vegi að setja smá augnbrúnablýant í augabrúnirnar og þá kemur Eyebrow Pencil frá Sensai sterkur inn. Hann kemur í tveimur litum og hægt er að fylla á hann þegar hann klárast.

Af því við á landinu smarta erum í svo miklu sumarstuði ætlum við að gefa einum heppnum lesenda allan pakkann eða Bronzing gel, Bronzing sólarpúður, farða, maskara og augabrúnalit. Það eina sem þú þarft að gera að setja LIKE á Facebook-síðu Smartlands Mörtu Maríu og skilja eftir skilaboð á síðunni. Einn heppinn vinningshafi verður dreginn út í næstu viku.

Bronzing gelið frá Sansai er mikið notað.
Bronzing gelið frá Sansai er mikið notað.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál