„Bjútíráð“ hinnar 82 ára Joan Collins

Joan Collins er alltaf með varalit.
Joan Collins er alltaf með varalit. AFP

Hin 82 ára Joan Collins þykir afar glæsileg og falleg. Hún hefur mikinn áhuga á snyrtvörum og er núna að setja á markað nýtt ilmvatn sem heitir I Am Woman. Í tilefni þess deildi hún með lesendum Daily Mail bjútíráðunum sínum. Eitt þeirra er að nota alltaf varalit.

Collins hefur elst vel en hún segir rétt mataræði og góðar snyrtivörur vera galdurinn. „Ég veit að enginn fæðist „glamúröss“ en það geta allir þróað með sér glæsilegan stíl,“ segir Collins sem lítur upp til stjarna á borð við Övu Gardner og Ditu Von Teese þegar tíska er annars vegar.

„Fyrsta skrefið er húðin. Þú ættir að leggja eins mikla áherslu á húðumhirðuna og tannumhirðu. Þetta þarf að vera skilvirkt, fljótlegt og sniðið að þörfum húðarinnar.“

Gæði matarins skipta líka miklu máli að sögn Collins en heilsusamlegur lífsstíll á hug hennar allan. „Ég reyni að borða fjölbreytta fæðu. Ég hef mikla trú á avókadói og ég mæli með að taka vítamín. Ég tek C- og E-vítamín ásamt ómegaolíu.“

Prófaði bótox 78 ára gömul en aldrei aftur

Collins prófaði bótox þegar hún var 78 ára en síðan hefur hún forðast allar fegrunaraðgerðir. Í dag kýs hún að splæsa frekar í góðar snyrtivörur. „Góður farði getur gert kraftaverk og falið öldrunareinkenni. Þetta snýst um farða en ekki bótox! Ég nota alltaf farða þar sem ég trúi að hann veiti húðinni vörn. Svo læt ég mér ekki detta í hug að vera án varalitar,“ útskýrir Collins, sem þykir máttur snyrtivara mikill.

„Ég farða mig alltaf sjálf fyrir kvikmyndir og myndatökur. Ég get farðað mig á tíu mínútum, ég er sneggri og betri en allir sem ég hef komist í kynni við.“

Joan Collins er að gefa út nýtt ilmvatn.
Joan Collins er að gefa út nýtt ilmvatn.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál