Heimagert tannhvíttunarkrem

Það vilja flestir skarta perluhvítum tönnum.
Það vilja flestir skarta perluhvítum tönnum. Mynd/ Skjáskot

Flestir vilja hafa perluhvítar og fallegar tennur en gos- og kaffidrykkja og annað getur orðið til þess að tennurnar gulna með tímanum. En það þarf ekki að vera flókið eða dýrt að halda tönnunum hvítum. Hérna kemur uppskrift af hræódýru heimatilbúnu tannhvíttunarkremi.

Hráefni:

Matarsódi og vetnisperoxíð (hydrogen peroxide, fæst í apóteki)

Aðferð:

Blandaðu smá vetnisperoxíð saman við matarsóda þar til úr verður þykkt krem. Sjáðu til þess að blandan sé ekki kornótt. Burstaðu tennurnar upp úr þessu kremi eins og um venjulegt tannkrem væri að ræða. Ekki gleyma jöxlunum. Skolaðu munninn svo vel. Blandan hefur ekki aðeins hvíttandi áhrif á tennurnar heldur er vetnisperoxíð sótthreinsandi og vinnur gegn tannholdsbólgu.

Þetta heimatilbúna hvíttunarkrem ætti ekki að nota oftar en einu sinni í viku til að verja glerung tannanna.

Upplýsingarnar koma af vefnum NaturalToothWitening.blogspot.com.

Matarsóda má nota í ýmislegt annað en baksturinn.
Matarsóda má nota í ýmislegt annað en baksturinn.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál