Er komin með leið á Kylie Jenner-„trendinu“

Ljósmynd/Vala Fanney Ívarsdóttir

Vala Fanney Ívarsdóttir er 21 árs gömul og heldur úti lífstíls- og förðunarblogginu Vala Fanney. Hún útskrifaðist úr Verslunarskóla Íslands og MOOD MakeupSchool árið 2013. „Það hafði lengi blundað í mér einhver þörf fyrir að deila hugmyndum mínum og hugsunum með fólki og ég ákvað því að byrja með bloggið mitt í fyrra,“ segir Vala Fanney. Í haust mun hún svo hefja nám við Háskóla Íslands.

Hvaða snyrtivöru gætir þú ekki verið án?

„Ég gæti nú verið án alls en ég er alltaf frekar „lost“ ef ég á ekki góðan hyljara. Góður hyljari getur gert kraftaverk.“

Ljósmynd/Vala Fanney Ívarsdóttir

Hvernig málar þú þig dagsdaglega?

„Dagsdaglega nota ég litað dagkrem eða mjög léttan farða, hyljara undir augun og púðra svo létt yfir allt andlitið. Næst nota ég sólarpúður og smá kinnalit. Svona hversdags er ég yfirleitt bara með maskara í kringum augun og fylli í augabrúnirnar.“

Hvaða snyrtivörum fellur þú alltaf fyrir?

„Ég er alltaf svolítið veik fyrir skemmtilegum varalitum og naglalökkum. Svo finnst mér gerviaugnhár alltaf líka skemmtileg þó ég noti þau ekki oft, hliðarsjálfið mitt væri eflaust alltaf með klikkuð gerviaugnhár.“

Ljósmynd/Vala Fanney Ívarsdóttir

Hver er nýjasta snyrtivaran sem þú keyptir þér?

„Það myndi vera Stone LipLiner frá MAC, hann er svona „Greige“ eða kaldur brúngrár litur.“

Hverjar eru þínar topp fimm vörur sem að þú verður alltaf að eiga?

„Mér finnst nauðsynlegt að eiga til andlitsvatn og dagkrem. Svo eins og ég nefndi áðan finnst mér góður hyljari algjört „must“, ég nota sjálf Select CoverUp frá MAC. Svo verð ég alltaf að eiga vatnsheldan maskara og góðan varasalva.“

Ljósmynd/Vala Fanney Ívarsdóttir

Hverju bætirðu við förðunina hjá þér þegar þú ert að fara eitthvað fínna?

„Ég veit ekki hvort ég bæti endilega einhverju við þegar ég er að fara eitthvað fínt, ætli ég eyði bara ekki meiri tíma í að gera allt. Ef það væri eitthvað, myndi ég bæta við augnförðunina. Smá augnskugga í kringum augun og svo finnst mér stök augnhár alltaf gera mjög mikið.“

Hvaða hreinsivörur notar þú?

„Það myndu vera Camomile Cleansing Oil og TeaTree andlitsvatn, bæði frá BodyShop, sem ég nota daglega.“

Ljósmynd/Vala Fanney Ívarsdóttir

Ef þú ættir að velja eitthvað eitt til að gera þegar þú ert á hraðferð hvað yrði fyrir valinu?

„Þrífa á mér húðina og setja á krem. Annars er ég orðin frekar góð í að „hrað-mála“ mig og gæti eflaust gert margt á stuttum tíma. Mér finnst falleg húð samt geta gert mjög mikið svo ætli ég myndi ekki velja að eyða smá tíma í að fríska upp á hana.“

Hverju tekur þú helst eftir í förðun annarra?

„Ég er pínu húðpervert og pæli mest í hvaða vörur fólk er að nota á andlitið.“

Ljósmynd/Vala Fanney Ívarsdóttir

Hvaða förðunartrendi ertu orðin þreytt á og hvaða trend finnst þér skemmtilegt sem er að koma nýtt inn á þessu ári?

„Æj, ég fylgist svo lítið með öllum þessum trendum sem eru í gangi. En ætli ég sé ekki komin með nóg af þessu Kardashian/Jenner-æði, þó þær séu nú alltaf mjög fínar þá held ég að þetta sé alveg komið nóg. Núna eru allir að missa sig yfir þessu „strobing“ sem mér finnst svolítið skemmtilegt. Einnig er ég spennt fyrir þessu „liquid lipstick“-æði, sem er reyndar búið að vera í gangi í smá tíma, en ég held að það eigi eftir að halda svolítið áfram.“

Bloggsíða Völu Fanneyjar Ívarsdóttur 

Ljósmynd/Vala Fanney Ívarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál