Tara Brekkan farðar sig eftir skapi

Förðunarfræðingurinn Tara Brekkan heldur úti YouTube-síðu.
Förðunarfræðingurinn Tara Brekkan heldur úti YouTube-síðu.

Förðunarfræðingurinn Tara Brekkan Pétursdóttir byrjaði ekki alls fyrir löngu að birta kennslumyndbönd á YouTube. Í myndböndunum kennir hún áhorfendum réttu handtökin. Tara, sem útskrifaðist úr tísku- og ljósmyndaförðun frá Snyrtiakademíunni árið 2009, hefur brennandi áhuga á snyrtivörum og lumar á ótal „bjútítrixum“, hennar helsta ráð er að brosa og vera maður sjálfur. „Þá skín fegurðin í gegn.“

Hvernig málarðu þig hversdaglega?
„Hversdagsleg förðun fyrir mig getur verið hvað sem er. Það fer í rauninni bara eftir því í hvernig skapi ég er í. Ég ákveð sjaldan hvernig ég farða mig, það bara kemur. Stundum geri ég eitthvað „makeup look“ og sýna á snapchat eða í myndböndunum mínum og fer svo bara út í búð að versla í matinn eins og ég sé á leiðinni á ball eða eitthvað fínt," segir Tara og hlær.

„En ef ég ætti að nefna nokkur undirstöðuatriði sem ég geri oft þá set ég „primer“ á mig og léttan farða og leyfi freknunum að sjást í gegn, sérstaklega á sumrin. Ég set augabrúnalit til að fylla inn í og móta augabrúnirnar. Á augnlokin set ég augnskuggagrunn fyrst og blanda tveimur eða þremur augnskuggum í náttúrulegum tónum í létta skyggingu á augnlokið. Smá eyeliner (blautur eða blanda dökkum blýant meðfram augnaháralínunni og dreifi úr) og maskari. Ég. set smá lit í kinnarnar og „highlighter“. Svo enda ég á glossi eða varalit.“

Hvað er í snyrtibuddunni þinni?
„Girlactik Face Glow, Pixi varagloss í litnum „Natural Rose”, BodyBuilder maskari frá The Balm, augnskuggapalletta frá TheBalm „Meet Matte nude”, Inglot augabrúnagel, hvítur augnblýantur, Infallible 24h farðinn frá L'Oreal, augnskuggagrunnurinn frá No Name og Maybelline primerinn sem heitir „Baby skin”.“

Hver er uppáhalds snyrtivaran þín?
„Núna myndi ég velja nýja „highlighterinn“ minn, Face Glow frá Girlactik...og þessar umbúðir! Og Mary Lou-Manizer frá The Balm.“

Hefurðu gaman af því að prófa og kaupa nýjar snyrtivörur?
„Já! Vá, ég verð eins og krakki sem fær að prófa nýtt sælgæti.“

Er eitthvað sem þú myndir aldrei gera þegar kemur að förðun?
„Ég myndi aldrei setja of dökkan farða í andlitið sem myndar grímu og aldrei setja alveg svart í augabrúnirnar nema um einhverja leiklistarævintýraförðun sé að ræða.“

Ertu lengi að gera þig til áður en þú ferð eitthvað fínt?
„Ef ég er í stuði þá get ég dundað mér við að búa til förðun endalaust og svo lendi í því að það eru fimm mínútur í viðburð og ég þarf þá að henda mér í einhver föt í snatri. En ég myndi segja svona 45-90 mínútur að meðaltali.“

Hvað gerir þú við hárið á þér?
„Ég er sjálf með náttúrulega liðað hár og sef oft með rakt hárið sem ég set í hnúta. Ég tek hnútana úr mér þegar ég vakna og þá koma fínir liðir í hárið og ef ég vill laga liðina til, nota ég keilujárn og bæti við þar sem þarf. Á endanum úða ég smá glans í hárið eða set saltsprey frá Beach Blonde í blautt hárið kvöldið áður.“

Stundar þú líkamsrækt?
„Ég hef verið að taka bakið á mér í gegn og stundað jóga sjálf heima. Svo reyni ég að synda þegar ég get. En ég er að reyna að velja mér líkamsræktarstöð sem ég vill vera í.“

Hvaða kona finnst þér alltaf hitta í mark í tengslum við hár og förðun?
„Mér finnst þær Beyonce, Jennifer Lopez og Rihanna alltaf flottastar og þá meina ég bara hvað varðar hár og förðun, ekki það að vera hálfnakinn.“

Lumar þú á einhverjum fegrunarráðum?
„Já, það er fullt af Törutrixum í myndböndunum mínum. Vertu bara þú sjálf og ekki reyna að vera neinn annar, og ekki gleyma að brosa því þá skín fegurðin í gegn.“

Þetta eru nokkrar að þeim vörum sem Tara notar þessa …
Þetta eru nokkrar að þeim vörum sem Tara notar þessa stundina.
Augnförðun eftir Töru.
Augnförðun eftir Töru. Facebook@ Tara Brekkan
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál