Hárgreiðslur fyrir upptekið fólk

Blake Lively er með sérlega fallegt hár.
Blake Lively er með sérlega fallegt hár. mbl.is/AFP

Ertu orðin leið á vondum hárdögum, en telur þig ekki hafa tíma til að redda hárinu á morgnana. Vefsíðan Byrdie hefur tekið saman nokkur ráð sem stytta rútínuna þína um helming.

Notaðu handklæði úr örtrefjum

Handklæði úr örtrefjum draga í sig meiri vökva en þau sem gerð eru úr bómull. Þar af leiðandi þornar hárið fyrr ef þú notar slíkt handklæði eftir sturtu. Áður en þú mundar handklæðið skaltu kreista sem mestan vökva úr hárinu. Síðan skaltu kreista hárið með handklæðinu, alls ekki nudda, því það getur valdið slitnum endum og öðrum leiðindum.

Fáðu þér betri hárþurrku

Ef þú vilt eyða minni tíma í að þurrka á þér hárið er óvitlaust að fjárfesta í góðum og kraftmiklum hárblásara. Blásarinn ætti að vera hið minnsta 1800w.

Notaðu hárvöru sem styttir þurrkunartímann

Hægt er að fá hárvörur sem flýta fyrir því að hárið þorni, á meðan þær næra lokkana. Það er ekki amalegt.

Snúðurinn er vinur þinn

Ef þú hefur engan tíma til að nostra við hárið á þér er gott að skella því í snúð. Hafðu engar áhyggjur þó að hann losni örlítið þegar líða tekur á daginn, tætingslega útlitið hefur verið inni undanfarið.

Settu froðu í hárið

Ef þú ert í tímaþröng og getur ekki þvegið á þér hárið er þjóðráð að skella í sig svolítilli hárfroðu og greiða í gegn. Hárið lítur út fyrir að vera nýþvegið og áferðin verður skemmtilega tætingsleg.

Einbeittu þér að rótunum

Ef þú ert með liðað hár frá náttúrunnar hendi skaltu einbeita þér að rótinni. Prufaðu til dæmis að slétta bara efri helming hársins. Einnig er hægt að notast við þurrsjampó. Úðaðu svolitlu þurrsjampói í hársvörðinn og rótaðu því til með fingrunum.

Krullaðu hárið í tagli

Ef þú bindur hárið í hátt tagl, skiptir því síðan í nokkra hluta og krullar sérhvern þeirra ertu enga stund að krulla á þér hárið.  Þegar þú síðan tekur teygjuna úr ertu komin með fallega liðað hár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál