Guðbjörg Marta vann 100.000 kr. yfirhalningu

Guðbjörg Marta Pétursdóttir er í leið í yfirhalningu.
Guðbjörg Marta Pétursdóttir er í leið í yfirhalningu.

Í sumar stóð Smartland Mörtu Maríu fyrir leik þar sem heppinn lesandi gat unnið 100.000 kr. yfirhalningu hjá The Studio í Kringlunni. Inni í þeim pakka var hárlenging, förðun og svo yrði viðkomandi dressuð upp hjá Júník í Kringlunni.

Guðbjörg Marta Pétursdóttir, fjögurra barna móðir, var dregin út í leiknum.

„Í kaffitíma í vinnunni í sumar sá ég  fréttina „Viltu vinna  yfir  100.000 yfirhalningu?“ Og hugsaði með sjálfri mér  „ó já!“
Var þá aðeins búin að sakna síða hársins sem ég hafði látið klippa ansi stutt miðað við það sem ég er vön og ákvað að senda inn póst. Maður veit aldrei nema maður reyni. Grínaðist svo í eiginmanninum um kvöldið þegar ég sagði honum frá umsókn minni að hann myndi kannski einu sinni fá að sjá mig sem algjöra skvísu ef maður yrði svo heppin að vera valin,“ segir Guðbjörg Marta.

„Ég hef alltaf verið frekar hógvær í klæðaburði og með snyrtivörur og langaði að fá tækifæri til að breyta aðeins til. Og ég spyr hvaða móðir er ekki til í dekurdag, hefði verið toppurinn ef ég hefði náð að útvega pössun og fara með kallinum á stefnumót eftir yfirhalningu,“ segir hún.

Í dag verður Guðbjörg Marta tekin í yfirhalningu hjá The Studios og mun Ásta Bjartmars, sem er meistari í hárlengingum sjá um að lengja á henni hárið. Verður afraksturinn sýndur á Smartlandi Mörtu Maríu í næstu viku. Fylgist spennt með.

Hér er búið að þykkja hárið með hárlengingu. Á myndinni ...
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál