Adriana Lima notar kókósvatn í andlitið

Kókosvatn er af mörgum talið hollt og gott.
Kókosvatn er af mörgum talið hollt og gott. Kristinn Ingvarsson

Ertu þreytt og þrútin og húðin kannski ekki upp á sitt besta. Þá gæti kókosvatn verið svarið, í það minnsta ef marka má orð ofurfyrirsætunnar Adriana Lima.

Lima greindi frá því í viðtali við New York Magazine á dögunum að lykillinn að fallegri húð hennar sé ekki fólgin í því að smyrja rándýrum smyrslum, eða kostnaðarsömum andlitskremum framan í sig.

Lima, sem hefur lifibrauð sitt af því að líta vel út, segir þvert á móti að náttúrulegar vörur séu í uppáhaldi.  

Þegar fyrirsætan var spurð að því hvort hún byggi yfir einhverju fegurðarráði sagði hún þetta allt vera í vatninu. Kókosvatninu nánar til tekið.

Fyrirsætan bæði drekkur vatnið, og notar það útvortis. Þegar hún er þreytt og þrútin finnst henni nefnilega fátt betra en að væta bómullarhnoðra með kókosvatni og strjúka eftir andliti sínu. En vökvinn er stútfullur af vítamínum og öðru góðgæti sem gott er fyrir húðina.

Kókosvatn hefur verið mikið í umræðunni undanfarið, enda bráðhollt. Það er talið geta dregið úr timburmönnum, hjálpað til við meltingu, lækkað blóðþrýsting og svo mætti lengi telja. Hingað til hefur þó mestmegnis verið einblínt á kosti þess að innbyrða drykkinn. Það ætti þó ekki að saka að skvetta svolitlu kókosvatni framan í sig, sér í lagi ef ein fegursta kona heims gerir það að staðaldri.

Adriana Lima trúir á töframátt kókosvatnsins.
Adriana Lima trúir á töframátt kókosvatnsins. Getty Images for IWC
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál