Næntísið gerir allt vitlaust í förðun

Haustförðunin 2015 er á þessa leið.
Haustförðunin 2015 er á þessa leið.

„Förðunar trendin núna einkennast af fallegri, ljómandi húð. Húðin er vel unnin með léttum skyggingum og highlihgt á réttum stöðum. Augnförðunin er mjúk og vel blönduð, lítið um harðar línur eða eyelinera. Litir á augum eru frekar náttúrulegir og áferðin er meira út í glans og glimmer frekar en alveg matt. Svartur er mikið notaður til að búa til tilfinningu, drama og form í förðunina,“ segir make-up artistinn Þóra Kristín Þórðardóttir.

Hún segir að Smokey-förðun sé orðin meira áberandi en hin týpíska skygging og eyelinerar séu farnir að vera meira út í liti.

„Augnhárin eru vel greidd og mótuð og gervi augnhár eru að koma sterkari inn. Augabrúnir eru fylltar inn með náttúrulegum litum sem tóna við hárlit hvers og eins og augabrúnagel er notað til að gera þær þéttari. Varirnar eru orðnar meira út í brúna tóna og ljósar varir eru meira áberandi en dökkar. Varablýantar sem tóna með varalitnum er nauðsyn, en glossar eru alltaf að koma meira og meira inn.“

Þegar Þóra er spurð að því hvaða innblásturinn kemur fyrir þetta haustið segir hún að næntísið sé að gera allt vitlaust.

„Innblásturinn í förðuninni fyrir haustið myndi ég sækja til 90‘s tímabilsins, en maður sér mikið vera að koma aftur frá þeim tíma í tísku og förðun.“

Hvað ertu að sjá núna sem ekki hefur sést áður?

„Brúnir og gráir varalitir eru mjög áberandi og hefur það ekki verið í mörg ár. Svo verð ég að koma inn á það sem við köllum Instagram makeup. En þar er sértaklega mikið um öfgar í förðuninni sem að er gert fyrir myndatöku, en þessi förðun kemur kannski ekki alveg eins vel út í hinu daglega lífi, þá er ég sérstaklega að tala um „contour & highlight“. En það eru ýmsar nýjar aðferðir í gangi sem eru kannski ekki alveg að henta öllum. Samfélagsmiðlar eru mjög virkir í alls kyns förðunar sýnikennslum eins og t.d. Snapchat og þar getur fólk fylgst með og sótt innblástur í förðun en það er alveg nýtt.“

Hvaða litapalletta er heitust?

„Á augun eru það rauðir, burgundy, fjólurauðir tónar sem notaðir eru með brúnum náttúrulegum tónum. Svartur er einnig orðinn meira áberandi á augun. Varalitir eru í náttúrulegum, brúnum tónum, einnig kaldir bleikir tónar og dökkir litir í fjólubrúnum tónum og þá eru Viva Glam III og Viva Glam II frá MAC þeir allra vinsælustu.“

Hveð kemur á óvart í hausttískunni?

„Það sem kemur kannski mest á óvart er hvað förðunar trendin eru að breytast og það sem var það heitasta síðasta haust er ekki eins mikið inni núna. Innblásturinn er sóttur frá 90‘s tímabilinu og ljósar, brúntóna varir eru það allra heitasta.“

Rauðappelsínugulur varalitur.
Rauðappelsínugulur varalitur.
Augnförðunin er í þessa átt.
Augnförðunin er í þessa átt.
Þóra Kristín Þórðardóttir make-up artist hjá MAC.
Þóra Kristín Þórðardóttir make-up artist hjá MAC.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál