Eru karlkyns fyrirsætur í yfirstærð nýjasta nýtt?

Zach Miko plægir akurinn fyrir karkyns fyrirsætur í yfirstærð.
Zach Miko plægir akurinn fyrir karkyns fyrirsætur í yfirstærð. Skjáskot af Twitter

Undanfarið hafa fyrirsætur í yfirstærð vakið mikla athygli í fjölmiðlum. Flestir eru sammála um að eðlilegt sé að sýna konur af öllum stærðum og gerðum í auglýsingum, í stað þess að einblína á lítinn hóp kvenna sem þykja hafa eftirsóknarverðan vöxt.

Lítið hefur þó farið fyrir karlkyns fyrirsætum í yfirstærð, þrátt fyrir að pabbalíkaminn, eða hinn svokallaði dad bod, hafi verið að koma sterkur inn undanfarið. Pabbalíkaminn einkennist af bumbu, jafnvel svolitlum karlmannsbrjóstum, auk þess sem bringuhár skemma ekki fyrir. Leikarinn góðkunni Leonardo DiCaprio er talinn hafa hrundið tískunni af stað þegar hann sást spóka sig um á ströndinni, aldeilis vel haldinn og lukkulegur.

Vel má hugsast að pabbalíkaminn hafi komið Zach Miko á kortið, en hann er einn af fáum körlum sem flokka má sem fyrirsætu í yfirstærð líkt og fram kemur í frétt Yahoo Style.

Miko greindi frá því í viðtali á dögunum að karlmenn, jafnt sem konur, væru undir stöðugri pressu að líta vel út, grenna sig eða byggja upp vöðvamassa. Þar af leiðandi hafi fyrirsætustörfin hjálpað honum að byggja upp sjálfstraust sitt.

„Mér er drullusama þótt ég muni aldrei hafa brjálaða magavöðva og líta út eins og fyrirsæta hjá Abercrombie and Fitch. Það vil ég aldrei gera.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál