10 förðunarmistök sem láta þig líta út fyrir að vera eldri

Förðunarvörur geta haft þveröfug áhrif ef þær eru ekki notaðar …
Förðunarvörur geta haft þveröfug áhrif ef þær eru ekki notaðar rétt. mbl.is

Þegar konur hafa á annað borð náð þrítugsaldrinum vilja þær síður að fólk haldi að þær séu eldri en árin segja til um. Hér að neðan er að finna nokkur mistök sem konur, á besta aldri, gerast stundum sekar um.

Velja vitlaust púður
Púðri er ætlað að draga úr gljáa, en ekki gera hrukkur og misfellur sýnilegri.

Leitaðu eftir púðri sem inniheldur fínar agnir sem hvorki setjast í hrukkur, fínar línur né svitaholur.

Sleppa „primer“
Tilgangurinn með þessari snjöllu förðunarvöru er að undirbúa húðina fyrir farðann.

„Primer“ sem inniheldur sílikon er hentugur til að slétta úr yfirborði húðarinnar þannig að farðinn bæði líti betur út og endist lengur á húðinni.

Lita allt hárið í sama lit
Þetta hrafntinnu svarta hár var kannski mega flott í framhaldsskóla, en þegar vissum aldri er náð verður það oft heldur til mikið. Gott er að leita til snjalls hárgreiðslumeistara og biðja hann um að gefa hárinu þínu meiri dýpt.

Ljósari litir  sem tóna vel við litarhaft þitt eru góðir til að ramma inn andlitið og gefa þér unglegri blæ.

Bursta húðina ekki reglulega
Fólk á öllum aldri hefur gott af því að bursta, eða skrúbba húðina reglulega. Það kemur ekki aðeins í veg fyrir að bakteríur nái að safnast fyrir í svitaholum og mynda bólur, heldur eykur það myndun nýrra húðfrumna. Það þýðir að húðin þín mun leggja enn harðar að sér við að framleiða nýjar og ferskar húðfrumur.

Þú ættir að skrúbba, eða bursta húðina, bæði í andliti og á líkama, tvisvar í viku.

Drekka ekki vatn
Húð sem inniheldur nægan raka er þétt, geislandi og heilbrigð. Þó það sé nauðsynlegt að bera á sig gott rakakrem kemur það ekki staðinn fyrir næga vatnsdrykkju.

Nota ekki sólarvörn
Þetta kann að virðast augljóst, en margir nenna ómögulega að bera á sig sólaráburð. Ekki gleyma að bera vörnina á bringu og handarbök.

Skemmdir að völdum sólarljóss eru helsti þáttur í öldrun húðarinnar.

Nota ekki hárnæringu
Auðvitað er í lagi að sleppa hárnæringu af og til, sér í lagi ef þú ert með slétt og fíngert hár.

Eftir því sem aldurinn færist yfir verður hárið oft þurrara og veikara. Þess vegna er mikilvægt að næra það vel til þess að það haldist fallegt.

Of mikil svört augnmálning
Kolsvartur augnlínupenni getur dregið athyglina að broshrukkunum umhverfis augun, þannig að hugsanlega er tími til kominn að leggja blauta augnlínupennanum.

Ef þú getur ekki hugsað þér að sleppa augnlínupennanum getur verið sniðugt að velja mýkri lit, líkt og gráan eða súkkulaðibrúnan.

Augnblýantar eru líka góðir til síns brúks.

Skilja sólgleraugun eftir heima
Ekki halda að þú þurfir að vera á sólarströnd til að geta notað sólgleraugu.

Allar konur ættu að eiga eitt par af fallegum sólgleraugum, hið minnsta. Því minna sem þú pírir augun því færri línur færð þú í kringum augun.

Nota glimmer augnskugga
Mikið glansandi augnskuggar draga athygli að augnlokum sem farin eru að síga, fínum línur, hrukkum og baugum svo eitthvað sé nefnt.

Notið þeirra í stað matta augnskugga, eða augnskugga með satínáferð.

Fleiri ráð má lesa á vef Prevention.

Clarisonic húðburstinn er afskaplega vinsælt tól, enda gott að skrúbba …
Clarisonic húðburstinn er afskaplega vinsælt tól, enda gott að skrúbba húðina reglulega. Skjáskot Clarisonic
Góð sólgleraugu eru mikið þarfaþing.
Góð sólgleraugu eru mikið þarfaþing. chanel.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál