Hvernig er hægt að losna við þennan svip?

Þegar við eldumst síga munnvikin.
Þegar við eldumst síga munnvikin.

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir svarar spurningum lesenda Smartlands Mörtu Maríu. Hér er hún spurð út í „ómöguleika-svipinn“ og hvernig er hægt að losna við hann. 

Sæl Þórdís,

Hvaða aðferð er best þegar munnsvipurinn er allur farin að hanga og maður verður svo þreytulegur.

Kveðja, Guðbjörg

Sæl Guðbjörg og takk fyrir spurninguna.

Þessi svipur sem reyndar oft er kallaður „fýlusvipur“ vil ég helst kalla „ómöguleikasvip“, kemur misseint hjá fólki og er alveg óháður því hve glaðlynt það er! Erfðir, andlitsfall og slæmar lífsvenjur geta flýtt þessum hvimleiðu aldursbreytingum sem byrja fyrst upp við munnvikin og færist síðan neðar í átt að hökunni. Þegar „ómöguleikasvipurinn“ er beygja niður á við hjá munnvikum er oftast hægt að leiðrétta það með fylliefnum (hyaluronic sýru) og gera munnvikin „beinni“. Þegar svipurinn nær mikið neðar er oftast ekki hægt að leiðrétta hann nema með andlitslyftingu sem með öri upp við eyrað togar í húðina frá munnvikum í átt að eyrum. Með fylliefnum er samt oftast hægt að gera heilmikið og koma þá frekar á ca. 6 mánaða fresti og „elta ellikerlingu“, þ.e. fylla hraðar upp en svipurinn er að myndast. Fylliefnin duga í u.þ.b. 12-14 mánuði.

Gangi þér vel og takk fyrir spurninguna.

P.s. muna líka að láta ekki taka myndir af sér ofan frá (þá myndast meiri skuggi við munnvikin og þau ýkjast) og vera dugleg að horfa með „brosi í huga“ fram í heiminn :-)

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Þórdísi Kjartansdóttur spurningu HÉR. 

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir.
Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir. mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál