Flúraði æxlunarfæri á fótlegginn

Valentina komst fljótt að því að typpið sem hann flúraði …
Valentina komst fljótt að því að typpið sem hann flúraði á lærið á sér var ekki sérlega góð hugmynd. Skjáskot Daily Mail

Fjögurra barna faðirinn Stuart Valentino húðflúraði getnaðarlim á lærið á sér eftir að hafa setið að sumbli.

Húðflúrbyssuna fékk Valentino að gjöf frá eiginkonu sinni, sem síðan húðskammaði hann fyrir uppátækið.

„Ég var mjög drukkinn og hugsaði með mér að öllum ætti eftir að þykja þetta ótrúlega fyndið.“

„Nú sé ég meira eftir þessu en nokkru öðru sem ég hef gert. Ég get ekki farið með dóttur mína í sund, ég gæti bara verið handtekinn. Ég hef komið mörgum ástvinum mínum í uppnám með uppátæki mínu, þetta er það versta sem ég hef gert.“

Valentino viðurkenndi einnig að húðflúrið hefði afar slæm áhrif á kynlíf hans.

„Brandarinn er algerlega á minn kostnað. Eiginkona mín skammast sín fyrir þetta og húðflúrið veldur tíðum rifrildum.

Þetta hefur mikil áhrif á kynlíf okkar. Þegar maður horfir niður sér maður aukatyppi sem starir á mann. Þetta er eins og að taka þátt í óumbeðnum trekanti. Ég held að lífið verði ekki samt fyrr en búið er að fjarlægja flúrið.“

Svo heppilega vill til fyrir Valentino að auðvelt er að fjarlægja flúrið. Hann þarf þó að gangast undir þrjár sársaukafullar aðgerðir til að afmá ummerki hins óæskilega getnaðarlims.

Frétt Daily Mail

Eins og sjá má er húðflúrið ekki sérlega heppilegt.
Eins og sjá má er húðflúrið ekki sérlega heppilegt. Skjáskot Daily Mail
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál