Er hægt að laga þetta?

Fitusog gæti hjálpað í þessu tilfelli.
Fitusog gæti hjálpað í þessu tilfelli. mbl.is/GettyImages/Stockfotos

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica svarar spurningum lesenda. Hér er Þórdís spurð út í fitupoka á milli læra og fleira: 

Sæl,

mig langar að vita hvort hægt sé að laga fótleggi? Ég er með mjög breiðar mjaðmir og fitupoka milli læra og á hné svæðinu. Hvað væri hægt að gera og hvað mundi það kosta? Er þetta spurning um fitusog og að fjárlægja slappa húð? Svona til upplýsingar þá er ég ekki mikið yfir kjörþyngd og er 46 ára gömul.

Kær kveðja, ein 46 ára


Sæl og takk fyrir spurninguna.
Breiðar mjaðmir er auðvelt að fjarlægja með fitusogi. Oftast er nauðsynlegt að fitusjúga magann í leiðinni til þess að þú samsvarir þér sem best. Auka fitu við hné er jafnframt auðvelt að ná í burtu með fitusogi. Stundum er nóg að fitusjúga efst innan á lærum, en ef mikil aukahúð er nauðsynlegt að fjarlægja aukahúð þar líka. Skurðinum er þá komið fyrir efst við nærbuxna línuna í náranum og aftur undir rassinn. Þetta er mjög viðkvæmt svæði gagnvart sýkingum og gróanda. Það er því mjög mikilvægt að taka því rólega eftir aðgerð og halda svæðinu hreinu.


Almennt séð er gott að vera þolinmóður eftir fitusog, lokaárangur sést ekki fyrr en eftir nokkra mánuði. Í 6 vikur er nauðsynlegt að vera í þrýstingsfatnaði á svæðum sem voru fitusogin, fyrstu vikurnar nótt og dag. Árangur af þessum aðgerðum er almennt mjög góður og varanlegur. Það er erfitt að gefa kostnaðaráætlun þar sem verðið er breytilegt eftir stöðum og einnig hvort fjarlægja þarf húð eða ekki.

Með bestu kveðjum og gangi þér vel,

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir.

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica.
Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica. mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál