„Þetta er ekki pungþurrka“

Haraldur Jónasson teiknaði þessa mynd og skrifaði pistil um hvernig …
Haraldur Jónasson teiknaði þessa mynd og skrifaði pistil um hvernig karlar eiga að haga sér í sundi. Ljósmynd/Skjáskot úr Fréttatímanum

„Það er sérstaður í helvíti fyrir þá sem misnota sameiginleg svæði eins og almenningsgarða, klósett og útivistarsvæði. Hundaeigendur sem taka ekki upp saur gæludýra sinna eiga svo sérstað inni á sérstaðnum þarna niðri. Þeir hins vegar sem eiga sérmerkta stóla við háborðið við hliðina á skrattanum eru svo þeir sem fokka í sameiginlegum hlutum á líkamsræktarstöðum. Hér eru boðorðin tíu til að reyna að forðast þetta sérstaka svæði í neðra. Flest þeirra eiga líka við um sundferðir. Og já, sorrí, þetta eru aðallega reglur fyrir karlmenn. Greinarhöfundur þekkir ekki til í kvennaklefanum eða til kvenna yfir höfuð sem þurfa að kynna sér þessar reglur sérstaklega,“ segir Haraldur Jónasson pistlahöfundur og ljósmyndari í pistli sínum í Fréttatímanum sem birtist í blaðinu í október 2014. Nú hefur Daily Mail pikkað pistilinn upp og sagt frá þessum vandamálum sem skapast geta í íslenskum sundlaugum. 

En hver er þessi Haraldur Jónasson? Jú, fyrir utan að vera frændi undirritaðrar þá er hann ljósmyndari, myndlistarmaður og pistlahöfundur. Myndin sem fylgdi pistlinum á sínum tíma í Fréttatímanum er til dæmis teiknuð af honum. 

Hér fyrir neðan eru nokkur góð ráð frá Haraldi: 

*Ekki þurrka pungsekkinn og eða rassinn með sameiginlegri hár- þurrku í sundi eða á líkamsræktarstöðvunum. Sköllóttir eldri herramenn með loðna búka þurfa annað hvort að mæta með sína eigin þurrku eða kaupa betra handklæði. Þetta er ekki PUNGÞURRKA!

* Sturta eftir æfingu er góð hugmynd og í raun alveg nauðsynleg til að vera ekki illa lyktandi. En ekki mæta í sturtuna og standa við hliðina á næsta manni og skvetta eftirbununni (það sem skvettist af þínum sveitta líkama) yfir á næsta mann. Helst skal nota aðra hverja sturtu sé það möguleiki eða láta einfaldlega eftirbununa skvettast á vegginn fyrir aftan.

* Ekki pissa í sturtunni, ekki einu sinni til að spara vatn. Það getur verið freistandi að láta vaða og einstaka sinnum ef þú ert aleinn í klefanum getur verið ótrúlega frelsandi að láta það eftir sér og þá er líka eins gott að þú sért með niðurfall.

* Rakstur hverskonar á ekki endilega heima í sameiginlegu rými. Kallar að raka á sér skallann er eitthvað sem ætti helst að fara fram innan veggja heimilisins en ef það er ekki í boði þarf að passa að allt fari í vaskinn og svo að þarf að skola þessu öllu niður og þrífa þennan sama vask. Hvað punghárasnyrtingu varðar – ekki raka á þér punginn í gymminu.

HÉR er hægt að lesa pistilinn í heild sinni. 

Hér er Haraldur Jónasson ásamt eiginkonu sinni, Ragnheiði Tryggvadóttur.
Hér er Haraldur Jónasson ásamt eiginkonu sinni, Ragnheiði Tryggvadóttur. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál