5 leyndarmál unglegra kvenna

Besta ráðið er líklega bara að brosa og vera glaður.
Besta ráðið er líklega bara að brosa og vera glaður. Thinkstock / Getty Images

Margar konur geta þakkað góðum genum unglegt útlit sitt. Aðrar leggja hinsvegar hart að sér að halda í æskuljómann með hollum mat og heilsusamlegum lifnaðarháttum.

Vefsíðan Prevention hefur tekið saman ráð nokkurra unglegra kvenna. Sum eru eflaust ágæt, önnur kannski ekki sérlega spennandi enda er aldur bara tala á blaði eftir allt saman.

Þær smyrja sig feiti
„Ég smyr vaselíni yfir allt andlitið að kvöldi. Á kinnarnar, augnlokin og undir augun, á hálsinn og allstaðar. Það læsir inni raka og fær andlit mitt til að slétt og fellt.“

Þær skrúbba húðina
„Ég nota naglabursta til að bursta líkamann daglega (já það er svolítið gróft, en nuddsvampur var bara ekki nóg fyrir mig). Ég hef gert þetta frá þrítugu, þegar mér datt í hug að þetta væri góð leit til að koma blóðinu á hreyfingu. Og það svínvirkar.“

Þær fara varlega í sólinni
„Ég eyði sjaldan tíma í sólinni. Þegar ég er í fríi fer ég frekar í leikhús eða á söfn.“

Þær huga að mataræðinu
„Ég hætti að borða glútein og mjólkurvörur fyrir þremur árum og tók strax eftir mikilli breytingu hvað húðina varðar. Hún var síður guggin og smáar hrukkur hurfu. Auk þess borða ég fullt af hollri fitu, til að mynda heila lárperu á dag. Þess að auki borða ég hnetur á milli mála og reyni að borða feitan fisk tvisvar til þrisvar í viku.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál