Lét sprauta bleki í augnhvítuna

Grace Neutral hefur gengist undir ýmsar aðgerðir til að láta …
Grace Neutral hefur gengist undir ýmsar aðgerðir til að láta breyta útliti sínu. Skjáskot Daily Mail

Húðflúrarinn Grace Neutral segist vilja að útlit hennar endurspegli hennar innri mann. Þess vegna hefur hún gengist undir ýmsar aðgerðir til að breyta ásjónu sinni, til að mynda hefur hún látið sprauta bláu bleki í augnhvítuna á sér, látið breyta laginu á eyrum sínum, látið fjarlægja naflann auk þess að kljúfa tunguna.

„Fólk vindur sér upp að mér og spyr mig, hvers vegna gerir þú sjálfri þér þetta? Þú ert svo falleg. Hefðbundnir, meginstraums fegurðarstaðlar höfða þó einfaldlega bara ekki til mín,“ játaði Neutral sem segist til dæmis alls ekki vilja líta út eins og Kim Kardashian.

Neutral, sem eitt sinn var nemandi í hinum konunglega ballettskóla, segist vilja láta reyna á þol sitt og sjá hvað hún er fær að takast á við. Hún segist þó ekki hafa áhuga á að láta sprauta bleki í augu sín á ný, enda hafi reynslan tekið sérlega á taugarnar.

Fleiri myndir af Neutral má sjá á vef Daily Mail.

Fyrir nokkrum árum lét Neutral kljúfa tungu sína vegna þess …
Fyrir nokkrum árum lét Neutral kljúfa tungu sína vegna þess að hún taldi átrúnaðargoð sitt, Marilyn Manson, hafa gert slíkt hið sama. Sú var þó ekki raunin en hún sér þó ekki eftir ákvörðun sinni. Skjáskot Daily Mail
Neutral segir það ekki hafa verið mikið mál að láta …
Neutral segir það ekki hafa verið mikið mál að láta fjarlægja naflann. Hún segist einnig hafa íhugað það að láta fjarlægja geirvörtur sínar. Skjáskot Daily Mail
Grace Neutral hefur engan áhuga á að líta út eins …
Grace Neutral hefur engan áhuga á að líta út eins og Kim Kardashian. Skjáskot Daily Mail
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál