Þurr, loðin og áhyggjufull

Konur höfðu ekki minni áhyggjur af útliti sínu hér áður …
Konur höfðu ekki minni áhyggjur af útliti sínu hér áður fyrr. Thinkstock / Getty Images

Árið 1946 birtist fyrirspurn í spurningadálki Heimilisritsins þar sem ung ónafngreind kona leitaði á náðir Evu, sérlegs ráðgjafa tímaritsins. Eins og sjá má hafa áhyggjur kvenna lítið breyst í gegnum tíðina. 

„Sp.: 1. Kæra Eva mín. Ég hef fremur þurra og veika húð og mig hitar oft í andlitið. Hvað á ég að gera við þessu? 2. Ég er áberandi loðin í andliti, er ekki hægt að ráða bót á því? Kv. Ein í vandræðum.“

Eva Adams var ekki fengin til að vera ráðgjafi fyrir ekki neitt, enda með ráð undir rifi hverju.

„Sv.: Hreinsaðu húðina með kremi bæði á undan og eftir að þú þværð hana. Notaðu milda sápu. Í þínum sporum myndi ég leita læknis, því að ef þig hitar óeðlilega í andlitið kann að vera samband á milli þess og húðveiklunar þinnar, og á bak við geta legið alvarlegar orsakir. 2. Til eru háreyðingarlyf. Þau eru borin þykkt á húðina, og eftir nokkrar mínútur eru hárin laus, án þess að húðina hafi skaðað, og þá má strjúka þau burt. – Oft nægir að bleikja hárin, því að þá ber minna á þeim. Er það gert með 3% vatnssýringsupplausn.“

Sérlegur ráðgjafi Heimilisritsins var með ráð undir rifi hverju.
Sérlegur ráðgjafi Heimilisritsins var með ráð undir rifi hverju. Thinkstock / Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál