Dásamleg naglalökk fyrir stóra daginn

Vilhjálmur og Katrín á brúðkaupsdaginn sinn.
Vilhjálmur og Katrín á brúðkaupsdaginn sinn. mbl.is/AFP

Á brúðkaupsdaginn vilja allir dást að nýja hringnum og þá borgar sig að vera með fallegar og vel snyrtar neglur. Hertogaynjan Katrín Middleton var með allt sitt á hreinu enda vakti naglalakkið sem hún var með á brúðkaupsdaginn mikla athygli, það var liturinn Allure frá Essie. Naglalökk í fölum litum eru alltaf klassísk fyrir brúðir en einnig bleiktóna og jafnvel rauð lökk. 

Allure frá Essie hefur verið geysivinsælt síðan Katrín skartaði því þegar hún gekk að eiga Vilhjálm.

Liturinn Blanc frá Essie er virkilega smart, hann er þekjandi og skjannahvítur.

Lökkin frá OPI klikka ekki, liturinn Be There in a Prosecco er asni smart. Hann er þekjandi „off white“.

Rautt naglalakk er tilvalið fyrir þær brúðir sem velja að vera með rauðan varalit á stóra daginn. Liturinn Dragon númer 475 frá Chanel er eldrauður og klassískur.

Liturinn Beige Leger númer 22 frá YSL er dásamlegur. Þessi föli brúntóna litur er hlutlaus og ætti ekki að stela athyglinni frá hringnum.

Þær sem elska gull og glamúr munu að öllum líkindum elska Fabulous Fete frá MAC. Þetta gyllta glimmerlakk er fyrir þær sem vilja vera svolítið öðruvísi á stóra daginn.

Þær sem vilja lítinn sem engan lit á neglurnar ættu að skoða litinn Pure Narcisse frá Lancôme. Hann gefur fallegan glans og lýsir upp neglurnar örlítið.

Boudoir Rose frá L'Oreal er flottur fyrir þær sem eru hrifnar af bleiku. Mildur og rómantískur litur sem þekur vel.

Spoonful of Sugar frá MAC er fyrir þær sem elska glamúr. Þetta er ljósbleikt glimmer sem hentar bæði sem yfirlakk eða eitt og sér.

Allure frá Essie.
Allure frá Essie.
Be There a Prosecco frá Opi kostar 2.269 kr. í …
Be There a Prosecco frá Opi kostar 2.269 kr. í Hagkaup.
Spoonful of Sugar frá MAC kostar 2.770 kr.
Spoonful of Sugar frá MAC kostar 2.770 kr.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál