Er brúnkan ójöfn og ekki upp á sitt besta?

Flestar konur kunna vel að meta gott dekur.
Flestar konur kunna vel að meta gott dekur. Ljósmynd / Skjáskot Femina

Margir ætla sér aldeilis að koma sólbrúnir og sætir heim úr sumarfríinu, en vakna svo upp við vondan draum, flekkóttir og sólbrenndir. Þá eru góð ráð dýr. 

Á vef Femina er að finna nokkrar uppskriftir af andlitsmöskum sem geta hresst upp á húðina og hjálpað henni að ná sínum venjulega lit á ný.

Túrmerik og kjúklingabaunir
Blandið saman tveimur matskeiðum af kjúklingabaunamjöli og klípu af túrmeriki. Bætið síðan við nokkrum dropum af rósavatni til að mynda þykkt mauk. Berið maskann á hreina húð og látið virka í um það bil 20 mínútur, eða þar til hann þornar. Skolið þá af með vatni. Notið maskann annan hvern dag í tvær vikur.

Jógúrt og tómatar
Tómatar vinna á litabreytingum og dökkum blettum. Hægt er að bera þá beint á andlitið, en þeir geta þó valdið kláða og ertingu. Því er gott að blanda saman tómötum og jógúrt. Jógúrt róar húðina auk þess sem blandan getur dregið úr olíumyndun. Maskinn virkar best fyrir þá sem eru með feita húð.

Hunang og papaya
Papaya inniheldur ensím sem hafa lýsandi eiginleika og hunang er gott gegn sólbruna. Þegar þessu tvennu er blandað saman verður til maski sem dregur úr sólbrúnkunni og hjálpar til við að laga skellur í húð. Stappið hálfan bolla af papaya saman við eina matskeið af hunangi og berið á andlitið. Látið virka í hálftíma og skolið af með volgu vatni.  

Fleiri uppskriftir að möskum má finna hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál