Svona ilmar þú vel án þess að nota ilmvatn

Það er alger misskilningur að það þurfi að úða á …
Það er alger misskilningur að það þurfi að úða á sig ilmvatni til þess að lykta vel. Ljósmynd Getty Images

Ilmvötn eru prýðileg, en stundum er einfaldleikinn bara bestur. Á vef Byrdie er að finna nokkur ráð til að lykta ljómandi, án þess að úða á sig ilmefnum.

Borðaðu til að verða „vellyktandi“
Bragðsterkur matur, líkt og laukur, hvítlaukur og sinnep getur orðið til þess að þú lyktir illa. Sömu sögu má segja um áfengi. Ef þú vilt lykta betur er gott að narta í ferskt grænmeti og ávexti.

Drekktu nægt vatn
Nægt vatn hjálpar þér að hreinsa líkamann og losa þig við skrýtinn óþef.

Hugaðu að andardrættinum
Fæstir kunna að meta ramma kaffi-andfýlu og almenna andremmu. Það getur því verið gott að notast við munnskol eftir máltíðir, eða kaffiþamb. Munið þó að forðast munnskol sem inniheldur áfengi, því það getur stuðlað að uppgangi illa þefjandi baktería þegar til lengdar er litið .

Ekki gleyma fötunum
Ekki vanmeta vel lyktandi klæðnað. Þá er ekki endilega verið að mæla með yfirþyrmandi þvottaefnaþef. Prufið til dæmis að setja nokkra dropa af ilmkjarnaolíu í þvottavélina, eða þurrkarann. Til að mynda lavender.

Ekki láta feitt hár skemma fyrir þér
Lykt loðir vel við hár, sem er einmitt ástæðan þess að margar konur sprauta ilmvatni í lokkana á sér. Hárið dregur einnig í sig vonda lykt, sér í lagi ef það er svolítið feitt eða skítugt. Þess vegna getur verið gott að fríska upp á hársvörðinn með þurrsjampói.

Fleiri ráð má lesa hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál