Ódýrar leiðir að frábærri húð

Margar konur eyða ómældum tíma og fjármunum í húðumhirðu sína.
Margar konur eyða ómældum tíma og fjármunum í húðumhirðu sína. Ljósmynd Getty Images

Flestar konur huga mikið að húð sinni og eyða ómældum tíma og fjármunum í að halda henni í góðu standi.

Lýtalæknirinn Dr. Youn, sem búsettur er í Bandaríkjunum, deildi nokkrum auðveldum og ódýrum leiðum til að halda húðinni í góðu standi með lesendum Popsugar.

Takmarkaðu sykur
„Sykur er sérlega slæmur fyrir húðina, en hann getur valdið bólum, bólgum og flýtt fyrir öldrun húðarinnar,“ segir Youn. Ef húðin á að vera í góðu standi er mikilvægt að takmarka neyslu sykurs. 

Berðu á þig A-vítamín krem fyrir háttinn
Retinol, sem margir húðlæknar og snyrtivörugúrúar telja að sé eitt besta meðalið gegn hrukkum, er unnið úr A-vítamíni. Retinoic sýra, sem er sterkari, finnst síðan í ýmsum kremum sem notuð eru við bólum, en þau eru jafnan lyfseðilsskyld. Ef nota á Retinol-krem getur húðin þó orðið viðkvæmari fyrir geislum sólar og því vissara að nota sólarvörn.

Skrúbbaðu húðina
Dr. Youn mælir með því að skrúbba húðina sirka tvisvar í viku. Margar leiðir eru færar, til dæmis er hægt að þurrbursta húðina, sem og nota ýmsa maska. Markmiðið er það sama, að losa um dauðar húðfrumur og auka blóðflæði og kollagen-framleiðslu húðarinnar.

Pistilinn í heild sinni má lesa hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál