Galdurinn á bak við hár Katrínar er þessi bursti

Hár Katrínar er alltaf fullkomið, það mun vera blásið með …
Hár Katrínar er alltaf fullkomið, það mun vera blásið með þessum flotta bursta. AFP/ Skjáskot af tangleangel.com

Nú hefur hárgreiðslumaðurinn Richars Ward leyst frá skjóðunni en hertogaynjan Katrín Middleton kemur gjarnan á hárgreiðslustofuna hans og lætur hann blása hár sitt. Hár Katrínar er ávallt óaðfinnanlegt og margar konur hafa látið sig dreyma um að skarta eins fallegu hári og hún. Ward segir englaburstann frá Tangle Angel, sem hann hannaði sjálfur, vera galdurinn, sá bursti kostar í kringum 2.500 krónur.

Ward notar burstann, sem er í laginu eins og englavængir, til að blása hár Katrínar. Burstinn útrýmir flækjum án þess að slíta hárið og dregur úr stöðurafmagni í hárinu. Burstinn er svo gerður úr bakteríueyðandi plasti sem tryggir heilbrigðan hársvörð. Burstinn þolir raka og hita vel svo hann er tilvalinn til að nota í blástur að sögn Ward.

Ward hrósaði burstanum hægri vinstri í viðtali við People á dögunum. Hann sagði þó að til að fá sem mest út úr burstanum þyrfti hárið að sjálfsögðu að vera í góðu ásigkomulagi.

Burstinn kemur í nokkrum mismunandi litum og stærðum.
Burstinn kemur í nokkrum mismunandi litum og stærðum. Skjáskot af tangleangel.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál