BB-krem og maskari sem þykkir í uppáhaldi

Sóley ásamt yngri dóttur sinni, Sunnu Freysdóttur.
Sóley ásamt yngri dóttur sinni, Sunnu Freysdóttur. Ljósmynd/Yvan Rodic

„Það er frekar stutt síðan ég uppgötvaði BB-krem. Ég hef aldrei notað meik af því mér finnst það alltaf svo áberandi og mér finnst ég virka miklu eldri þegar það sest í allar línur. BB-krem hins vegar sést ekki neitt, aðlagast húðinni og áferðin verður mjög falleg ásamt því að það er fullt af raka sem hlýtur að vera gott. Töfralausn yfir veturinn þegar maður er allur hvítur og veðurbarinn. Líka á sumrin af því það er með sólarvörn. Ég nota BB-kremið frá L’Oréal,“ segir Sóley Kristjánsdóttir, vörumerkjastjóri hjá Ölgerðinni, spurð út í sína uppáhaldssnyrtivöru í tískublaði Morgunblaðsins sem kom út fyrr í mánuðinum.

„Svo er það nýr maskari sem heitir Miss Hippie frá L’Oréal sem ég elska. Hann þykkir augnhárin en ég vil hafa mikinn maskara fyrir mín stuttu augnhár,“ útskýrir Sóley sem þarf ekki mikið til
að hressa upp á útlitið. „Með þetta tvennt er ég bara gulltryggð og þyrfti ekkert annað í rauninni.“

Þessi er í uppáhaldi hjá Sóleyju þessa stundina.
Þessi er í uppáhaldi hjá Sóleyju þessa stundina.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál