Sniglagelið „gert kraftaverk fyrir húðina“

Heiður Rán Kristinsdóttir.
Heiður Rán Kristinsdóttir.

Heiður Rán Kristinsdóttir er annar eigandi vefverslunarinnar Bananamilk sem selur kóreskar snyrti- og húðvörur. Heiður er 28 ára gömul, tveggja barna móðir og lögfræðinemi. Heiður hugsar vel um húðina og þrífur hana vandlega kvölds og morgna. Nýverið kynntist hún svo húðgeli sem hún segir hafa gert kraftaverk fyrir húðina sína, síðan hún kynntist gelinu hefur hún ekki fengið eina einustu bólu.

Hvernig farðar þú þig dags daglega?

„Ég farða mig frekar lítið dags daglega. Eftir að sólin fór að vera duglegri að láta sjá sig finnst mér ég oftast ekki þurfa að nota neinn farða, bara smá sólarpúður. En sumir dagar eru samt þannig að maður þarf aðeins meira og þá nota ég Magic ushion frá Misha sem er einstaklega léttur farði sem er fullkominn fyrir mig. Ég fylli samt alltaf inn í augabrúnirnar, set á mig maskara og góðan varasalva, mér finnst það algjört möst.“

En þegar þú ert að fara eitthvað spari?

„Sparirútínan mín er ekki mörgum flækjustigum fyrir ofan dags daglegu rútínuna. Annaðhvort set ég smá meik eða held mig við Magic Cushion, fer bara eftir því hvert tilefnið er og hvernig stuði ég er í. Svo er það bara augabrúnirnar, maskari og sólarpúður eins og venjulega. Stundum splæsi ég í smá kinnalit og augnskugga ef ég er í miklu stuði.  Ég get alveg viðurkennt að ég er ekki mikið inni í þessum förðunar-trendum sem eru í gangi í dag. Ég skil ekki þetta „counturing og highlighting“ ef ég á að segja alveg eins og er. Ég á heldur ekki nýjustu palletturnar, engan Real Techniques-bursta og hef aldrei sett á mig eye-liner. Ég fíla bara alls ekki að vera mikið máluð.“

Hvað tekur þig langan tíma að jafnaði að gera þig til?

„Á morgnana fyrir vinnuna eru það svona 15–20 mín. með öllu.  Þar sem ég er algjör B-manneskja þá tími einfaldlega ekki að eyða meiri tíma í það á kostnað svefnsins. Ef ég er að fara eitthvað og hef nægan tíma þá get ég alveg tekið góðan klukkutíma í þetta með góða tónlist.“

Áttu þér uppáhaldssnyrtivöru?

„Má ég bara nefna eina? Ætli sniglagelið sé ekki uppáhalds enda hefur það gert kraftaverk fyrir húðina mína, ég hef ekki fengið eina einustu bólu síðan ég byrjaði að nota það fyrir þremur mánuðum síðan! Ég vildi óska þess að ég hefði uppgötvað það fyrr. Svo tek ég svona æði-tímabil með ákveðnar vörur og þessa stundina er ég sjúk í djúpnæringuna frá Tony Moly, hún er klikkuð!“

Hvað gerir þú til að halda húðinni við?

„Ég passa mig að þrífa húðina vel bæði kvölds á morgna með góðum hreinsivörum og nota góða hreinsi- og rakamaska reglulega.  Ég byrjaði einnig fyrir um það bil ári síðan að taka inn kókosolíu í töfluformi og mér finnst það gefa húðinni ótrúlega mikinn raka.   Annars er það bara þetta týpíska, drekka vatn og sofa nóg.“

Hvaða merki er í uppáhaldi hjá þér úr vefversluninni þinni?

„Þessi spurning er auðveld. Tony Moly er án efa uppáhalds merkið mitt. Þeir ná einhvern veginn að samtvinna frábærar vörur og dásamlega fallegar umbúðir. Ég er sjúk í vörurnar þeirra og mig langar að prófa þær allar!“

Áttu þér eitthvað fegrunarleyndamál?

„Ég held ég eigi nú ekki neitt leyndarmál. Það eina sem ég held ég geti sagt er að ég reyni að passa mig að sofna aldrei með málninguna á mér. Mér finnst húðin mín vera marga daga að jafna sig ef það gerist.“

Heiður kynntist sniglagelinu fyrir þremur mánuðum síðan og hún sér …
Heiður kynntist sniglagelinu fyrir þremur mánuðum síðan og hún sér mun á húðinni.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál