Óttast að missa hárið

Karlmenn huguðu einnig að útlitinu hér áður fyrr.
Karlmenn huguðu einnig að útlitinu hér áður fyrr. Ljósmynd / Getty Images

Karlmenn hafa löngum velt vöngum yfir hárinu á sér, og þá sér í lagi hvort það sé tekið að þynnast. Árið 1951 leitaði ungur, ónefndur karlmaður á náðir Evu, sérlegs ráðgjafa Heimilisritsins – enda farinn að hafa áhyggjur af hárvexti sínum.

„Sp.: Kæra Eva mín. Hvað á ég að gera til að fá fallegt hár? Ég er hræddur um að ég sé að verða sköllóttur.“

Eva var ekki fengin til að vera ráðgjafi Heimilisritsins að ástæðulausu, enda átti hún ráð undir rifi hverju.

„Svar: Fyrst og fremst skaltu sápuþvo hárið vikulega og nudda hársvörðinn daglega. Enn fremur er nauðsynlegt að bursta hárið á hverjum degi. Hundrað strokur á dag er góð tala. Ef hárið er þurrt er skaltu nudda hárfeiti í hársvörðinn, en ef það er fitugt skaltu nota hárspíritus. Sértu að missa hárið, er ráðlegast að leita til húðsjúkdómalæknis. Ef til vill getur hann verið þér hjálplegur.“

Gömlum tölublöðum Heimilisritsins má fletta á timarit.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál